Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Svæðið er sérstaklega merkt sem Matarbúr Krónunnar – hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum.
Svæðið er sérstaklega merkt sem Matarbúr Krónunnar – hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum.
Mynd / Krónan
Fréttir 15. september 2020

Íslenskir smáframleiðendur fá sitt svæði í Krónunni Granda

Höfundur: smh

Í lok síðustu viku setti Krónan Grandi upp sérstakt svæði í verslun sinni sem er sérmerkt íslenskum smáframleiðendum.

Þar er vörum félagsmanna Samtaka smáframleiðenda matvæla stillt upp saman á svæðinu sem kallast Matarbúr Krónunnar – hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum og er samstarfsverkefni samtakanna og Krónunnar.

Stefnt er að því að sambærilegum svæðum verði komið upp í öðrum verslunum Krónunnar, verði næg eftirspurn eftir vörunum.

Sérsmíðaðar innréttingar og sérhannað kynningarefni

Á svæði íslensku smáframleiðendanna er sérstakur kælir, frystir og sérsmíðaðar innréttingar og sérhannað kynningarefni um framleiðendurna og vörurnar.

Að sögn Oddnýjar Önnu Björns­dóttur, framkvæmdastjóra sam­takanna, er tilgangurinn að gera vörum smáframleiðenda matvæla hærra undir höfði og gera þær aðgreinanlegri og aðgengilegri fyrir viðskiptavini Krónunnar. „Við skiptum árinu upp í tveggja mánaða tímabil og munu um 20 smáframleiðendur bjóða valdar vörur á hverju tímabili,“ segir hún.

Tæplega eins árs samtök með 75 framleiðendur

Samtök smáframleiðenda matvæla voru stofnuð á Hótel Sögu 5. nóvember 2019. Innan þeirra vébanda eru 75 framleiðendur.

Skylt efni: smáframleiðendur

Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...