Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá Fjórðungsmóti Vesturlands 2018.
Frá Fjórðungsmóti Vesturlands 2018.
Mynd / ghp
Fréttir 25. nóvember 2021

Hrossaræktarráðstefna á sunnudag

Hin árlega hrossaræktarráðstefna fagráðs verður haldin sunnudaginn 28. nóvember og byrjar klukkan 13:00, að er fram kemur í tilkynningu frá Fagráði í hrossarækt.

„Ráðstefnunni verður streymt og sér Alendis um þá útsendingu. https://fb.me/e/1ZZWuZaJs. Hægt er að senda inn fyrirspurnir eftir hvert erindi.

Vegna gildandi takmarkana og reglna um fjölda, nálægðarmörk og grímunotkun er hestaáhugafólk því hvatt til að fylgjast með streymi en einungis 50 manns geta setið ráðstefnuna og eru það einungis boðsgestir vegna viðurkenninga. https://www.covid.is/undirflokkar/gildandi-takmarkanir

Á dagskrá er umfjöllun yfir hrossaræktarárið, niðurstöður kynbótamatsins og verðlaunaveitingar. Auk þess munu Ulrike Nurnus og Susanne Braun kynna fyrstu niðurstöður verkefnis síns um faraldsfræðilega könnun á kynsjúkdómum hjá íslenskum hestum og Heiðrún Sigurðardóttir um erfðafræðilegan grunn gangtegunda íslenska hestsins,“ segir í tilkynningunni.

Dagskrá hrossaræktarráðstefnunnar er eftirfarandi:

  • 13:00 Setning – Sveinn Steinarsson formaður fagráðs og FHB
  • 13:10 Hrossaræktarárið 2021– Elsa Albertsdóttir
  • 13.30 Ulrike Nurnus og Susanne Braun - Faraldsfræðileg könnun á kynsjúkdómum hjá íslenskum hestum
  • 14.00 Heiðrún Sigurðardóttir - Erfðafræðilegur grunnur gangtegunda íslenska hestsins
  • Hlé 14:30-14:45
  • 14:45 Heiðursverðlaunahryssur fyrir afkvæmi 2021
  • 15:15 Verðlaunaveitingar:
    • Verðlaun, knapi með hæstu hæfileikaeinkunn ársins (án áverka)
    • Verðlaun, hæsta aðaleinkunn ársins – Alhliða hross (aldursleiðrétt)
    • Verðlaun, hæsta aðaleinkunn ársins – Klárhross (aldursleiðrétt)
  • 16.00 Viðurkenningar fyrir tilnefnd ræktunarbú ársins 2021
  • Fundarslit um 16:30
Lausn á vísnagátu
Líf&Starf 24. nóvember 2025

Lausn á vísnagátu

Lausnin á vísnagátu Guðbjörns Sigurmundssonar í síðasta Bændablaði er orðið mál.

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...