Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

Höfundur: Harpa Ólafsdóttir, horpugull@gmail.com

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt
PRJÓNAR: Sokkaprjónar nr. 4 mm. og 4,5 mm. PRJÓNAFESTA: 10 cm. = 17 lykkjur
STÆRÐ: M

VINSTRI VETTLINGUR:
Fitjað upp 32 lykkjur á prjóna nr. 4.
Lykkjunum skipt jafnt á 4 prjóna og prjónað í hring stroff;
1 slétt, 1 brugðið (eða 2 slétt, 2 brugðið) alls 15 umf.
Skipt yfir á prjóna nr.4,5 og aukið út um 4 lykkjur,
þá eru 9 lykkjur á hverjum prjóni (36 l.). Prjónað slétt 5 cm. Þá eru 6 síðustu lykkjurnar á prjóni tvö prjónaðar með aukabandi fyrir þumal. Lykkjurnar settar aftur á prjóninn
og prjónað áfram 12 cm. eftir þumal og að úrtöku.

ÚRTAKA:
1. prjónn: Prjónað fyrstu lykkjuna slétt, næsta tekin af óprjónuð yfir á hægri prjóninn,
prjónað næstu lykkju slétt, óprjónuðu lykkjunni steypt yfir þá lykkju, prjónað prjón á enda.
2. prjónn: Prjónað þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóninum, prjónað 2 lykkjur saman sem eina,
prjónað síðustu lykkjuna slétt.
3. prjónn: prjónað eins og 1. prjónn.
4. prjónn: prjónað eins og 2. prjónn.

Prjónað 1 umferð án úrtöku. Síðan tekið úr og úrtakan endurtekin í hverri umferð þar til eftir eru 2 lykkjur
á hverjum prjóni; 8 lykkjur alls.

Slitið frá og endinn dreginn í gegnum lykkjurnar.

ÞUMALL:
Aukaband fyrir þumal tekið úr og aukið út í hvorri vik svo að lykkjurnar séu 14 samtals.

Lykkjunum skipt niður á þrjá prjóna nr. 4,5
og prjónaðar 15 umf., tekið úr eins og á vettling.

HÆGRI VETTLINGUR:

Prjónaður eins og sá vinstri en nú eru lykkjur fyrir þumal 6 fyrstu lykkjurnar á prjóni þrjú.

FRÁGANGUR:

Gengið frá endum og vettlingar handþvegnir með volgu og mildu sápuvatni.

Skylt efni: vettlingar

Ullarvikuhúfa 2026
Hannyrðahornið 3. desember 2025

Ullarvikuhúfa 2026

Húfan sem hér birtist er hönnuð af Helgu Thoroddsen fyrir Ullarvikuna 2026 sem v...

Þykkir kaðlavettlingar
Hannyrðahornið 18. nóvember 2025

Þykkir kaðlavettlingar

Fallegir og hlýir vettlingar prjónaðir úr Drops Snow sem verma í kuldanum. Drops...

Jarðarberjapils
Hannyrðahornið 23. september 2025

Jarðarberjapils

Pils eru svo þægileg að vera í. Þetta pils er prjónað úr DROPS Cotton Merino. St...

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum,...

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki
Hannyrðahornið 9. júlí 2025

Ungbarnapeysa með rúnnuðu berustykki

Onion er nýtt garn hjá okkur í Handverkskúnst. Dásamlegt ullargarn, mjúkt og fal...

Skrauthúfa
Hannyrðahornið 25. júní 2025

Skrauthúfa

Stærð: S-M-L

Marshmallow-morgunn
Hannyrðahornið 11. júní 2025

Marshmallow-morgunn

Prjónuð stutt peysa fyrir börn úr DROPS Safran eða DROPS Baby Merino. Stykkið er...

Flétta
Hannyrðahornið 28. maí 2025

Flétta

Stærðir: XS S M L XL