Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gilsbakki
Bóndinn 26. ágúst 2016

Gilsbakki

Hafsteinn er fæddur í Kópavogi og Ann-Charlotte í Ludvika í Svíaríki. Lífsleiðir fléttuðust saman í Öxarfirði fyrir 12 árum síðan. Við keyptum jörðina 2012 eftir að hafa leitað að jörð í þó nokkurn tíma. 

Við höfum smám saman verið að fjölga fé og bæta stofninn með aðstoð góðra granna og vina.

Býli:  Gilsbakki.

Staðsett í sveit:  Öxarfirði.

Ábúendur: Hafsteinn Hjálmarsson og Ann-Charlotte Fernholm.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): 

Brynjar Freyr, 18 ára, Bergþór Logi, 13 ára, Carl Mikael, 7 ára, Isabella Ásrún, 5 ára, smalatíkin Ronja og kötturinn Brandur.

Stærð jarðar?  Um 600 ha með landi Gilhaga, óskipt heiðarland milli jarðanna. Ræktað land beggja jarða 55ha sem við nýtum.

Gerð bús? Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Um 500 vetrarfóðraðar kindur, 7 hross, 9 endur og 8 hænur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 

Árstíðabundið eins og gengur og gerist á sauðfjárbúum. Bóndinn heimavinnandi og húsfrúin kennari í grunnskólanum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll bústörf eru skemmtileg þegar vel gengur. Nema kannski skítasköfun.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði en vonandi getur frúin unnið meira heima.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru í góðum höndum þeirra sem hafa vit á því!

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel, en það byggist á að framleiðsluvörurnar seljist og viðunandi verð fáist fyrir þær.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Halda á lofti gæðum og hreinleika vörunnar.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Pepsi, ostur, smjörvi og egg.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ærfille, grjónagrautur, lambahryggur.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Fyrsti sauðburðurinn eftir að við keyptum jörðina.

4 myndir:

Hrossin eiga hug þeirra allan
Bóndinn 30. júní 2025

Hrossin eiga hug þeirra allan

Nú kynnast lesendur þeim Þorsteini Birni Einarssyni og Sigrúnu Rós Helgadóttur e...

Miklir framtíðarmöguleikar
Bóndinn 18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Í Brekkuhlíð stendur Garðyrkjustöðin Reykás þar sem þau Oddrún Ýr Sigurðardóttir...

Enginn dagur eins
Bóndinn 3. júní 2025

Enginn dagur eins

Nú kynnast lesendur búskapnum á Berustöðum í Ásahreppi en þar er fjölbreyttur bú...

Gaman að mæta í vinnuna
Bóndinn 16. maí 2025

Gaman að mæta í vinnuna

Nú kynnast lesendur búskapnum á Syðra-Skörðugili þar sem stunduð er hrossarækt á...

Fjölbreytt og gefandi starf
Bóndinn 2. maí 2025

Fjölbreytt og gefandi starf

Nú kynnast lesendur búskapnum á Norðurgarði en þar fer m.a. fram mjólkurframleið...

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f