Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra.
Fréttir 30. janúar 2017

„Fórum yfir nokkur atriði búvörusamninganna“

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir landbúnaðarráðherra sagði í samtali við Bændablaðið að á fundi hennar með forsvarsmönnum BÍ fyrir skömmu hefði verið farið yfir nokkur atriði sem lúta að búvörusamningum og landbúnaði almennt. Auk þess sem fundinum hafi verið ætlað efla samskiptin Bændasamtakanna og nýs landbúnaðarráðherra.

Endurskoðunarnefndin endurskoðuð

„Sindri og Sigurður voru meðal annars að spyrjast fyrir um nefndina sem ætlað er að endurskoða búvörusamningana og hvernig ég hef hugsað mér að hana. Hvernig endurskoðun varðandi tollkvóta verður háttað og hvernig á að endurskoða mál mjólkuriðnaðarins og samkeppnislög.

Ég sagði þeim að ég ætlaði að endurskipa eða endurraða í endurskoðunarnefnd. Ég er ekki enn búin að ákveða hvort nefndin verði skipuð öll að nýju eða hvort ég tek út þá fulltrúa sem voru skipaðir af síðasta ráðherra og skipa nýja í þeirra stað.“

Fyrirkomulag tollkvóta skoðað

„Endurskoðun á fyrirkomulagi tollkvóta er annað verkefni sem verður að skoða að mínu mati í ljósi þess að tollkvótarnir munu aukast mikið á næstunni. Ég tel að fyrirkomulag tollkvótanna eins og þeir eru í dag muni ekki nýtast neytendum sem skyldi eftir að þeir verða auknir.“

Þorgerður segir að áður en nokkuð verði ákveðið með breytingar á tollkvótunum ætli hún að bíða eftir samþykkt Evrópusambandsins um málið sem væntanlega liggur fyrir í vor.

Samkeppnisumhverfi mjólkuriðnaðarins

„Hvað mjólkuriðnaðinn og samkeppnislög varðar sagði ég Sindra og Sigurði að eitt af því sem ég ætlaði mér að gera væri að láta skoða samkeppnisumhverfi mjólkuriðnaðarins, en ekkert hefur verið ákveðið í þeim málum enn sem komið er,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. 

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...