Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
„Búið að stela Landgræðsluskólanum“
Mynd / HKr.
Fréttir 21. ágúst 2020

„Búið að stela Landgræðsluskólanum“

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Um Landgræðsluskólann sem stofnað er til af frumkvæði Land­græðsl­­­unnar var í gildi fjórhliða samn­ingur á milli utanríkisráðuneytisins, Háskóla Sameinuðu þjóð­­­anna, Landgræðslunnar og Land­­­­­búnaðar­­­­háskóla Íslands. Þar var landgræðslustjóri formaður stjórnar Landgræðsluskólans. Nú er þetta fyrirkomulag gjörbreytt og segir  Árni Bragason landgræðslustjóri í samtali við Bænda­­­blaðið að búið sé að stela skól­anum af Land­græðslunni. 
 
Breytt fyrirkomulag felst í því að Landgræðslu­skólinn heyri nú undir stofnun sem heitir GRÓ Þekkingar­miðstöðvar þróunar­samvinnu. Auk þess að vera eins konar regnhlíf í samstarfi við UNESCO yfir Landgræðslu­skólanum, þá heldur GRÓ utan um Sjávar­útvegsskólann, Jarðhitaskólann og Jafnréttis­skólann. 
 
Landgræðsluskólinn gerður að deild í LbhÍ
 
„Á fundi í júní tilkynnti GRÓ að það yrði samið við Landbúnaðar­háskólann en ekki Landgræðsluna um rekstur skólans. Síðan ætti Land­búnaðarháskólinn að leita til okkar um samning. Ég vil orða það þannig að það er búið að stela Landgræðsluskólanum frá Land­græðslunni því það vorum jú við sem settum hann upphaflega af stað. Nú er búið að gera hann að deild í Land­búnaðar­háskólanum,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri.  
 
Furðulegt að sniðganga fagstofnunina
 
„Ég var mjög ósátur við þetta og reyndi allt sem ég gat til að fá þessu breytt á þann hátt að það yrði bæði gerður samningur við Landgræðsluna og Land­búnaðar­háskólann.
 
Árni Bragason.
Ég get ekki neitað því að ég er verulega ósáttur við að rektor LbhÍ skyldi skrifa undir þennan samning og gangast undir að Landgræðsluskólinn yrði gerður að deild í Landbúnaðarháskólanum. Með þessu er búið að kasta fagstofnuninni út sem er mjög óeðlilegt í ljósi þess að starfs­fólk Landgræðslunnar hefur staðið fyrir  um það bil 60% af kennslunni. Þá verja nemendurnir einum þriðja af sínum tíma hjá Landgræðslunni og þau námskeið sem haldin hafa verið á vegum Landgræðsluskólans erlendis, hafa nánast alfarið verið borin uppi af starfsfólki Landgræðslunnar. Það er því vægast sagt furðulegt að sniðganga fagstofnunina í þessu dæmi,“ segir Árni Bragason. 
Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...