Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Íslenskt votlendi. Alls voru 59 ha lands endurheimt fyrir tilstilli Votlendissjóðs á árinu 2021
Íslenskt votlendi. Alls voru 59 ha lands endurheimt fyrir tilstilli Votlendissjóðs á árinu 2021
Mynd / Votlendissjóður
Fréttir 20. september 2022

Votlendissjóður tilnefndur til umhverfisverðlauna

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Votlendissjóður hefur verið tilnefndur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs.

Sex verkefni voru tilnefnd á dögunum sem leggja allar út frá náttúrumiðuðum lausnum sem alhliðasvar við hinum stóru umhverfisáskorunum samfélagsins.

Votlendissjóður er sjálfseignarstofnun sem rekin er á framlögum frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum. Hlutverk hans er að endurheimta votlendi og stöðva þar með losun koltvísýringsígilda, efla líffræðilega fjölbreytni, fuglalíf og bæta vatnsbúskap í veiðiám. Samkvæmt Einari Bárðarsyni framkvæmdastjóra voru 59 hektarar votlendis endurheimtir árið 2021 fyrir tilstuðlan Votlendissjóðs og 131 hektari það sem af er árinu 2022.

Aðrir tilnefndir til umhverfis- verðlauna Norðurlandaráðs er verkefni um víðtæka gróðursetningu marhálms í Vejle-firði í Danmörku, sjálfboðaliðasamtökin Virho rf sem staðið hafa fyrir endurheimt ótal áa og lækja í Finnlandi, grænlenska tískumerkið Louise Lynge sem vekur athygli á loftslagsbreytingum með hönnun „zero waste“ fatnaði, votlendið Kristiansstads vattenrike, sem er elsta UNESCO-lífhvolf Svíþjóðar og sveitarfélagið Mariehamn á Álandseyjum sem skapað hefur votlendisgarð í nágrenni bæjarins sem nýtist sem afþreyinga- og fræðslusvæði.

Tilkynnt verður um vinningshafa þann 1. nóvember í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. Verðlaunahafinn hlýtur að launum verðlaunagripinn Norðurljós og 300.000 danskar krónur.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...