Forsvarsmenn þeirra sextán verkefna sem hlutu styrk eru hér í Handverksmarkaði Össu í Króksfjarðarnesi þar sem úthlutun fór fram.
Forsvarsmenn þeirra sextán verkefna sem hlutu styrk eru hér í Handverksmarkaði Össu í Króksfjarðarnesi þar sem úthlutun fór fram.
Mynd / Sveinn Ragnarsson
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögunum. Úthlutað var 11 milljónum króna samtals til 16 verkefna.

Reykhólahreppur er þátttakandi í verkefninu Brothættar byggðir með áherslu á samfélagslega þróun í gegnum verkefnið Fjársjóður fjalla og fjarða.

Um mánaðamótin fór fyrsta úthlutunarathöfnin á vegum Frumkvæðissjóðs Fjársjóðs fjalla og fjarða fram í Handverksmarkaði Össu í Króksfjarðarnesi. Mæting var mjög góð að sögn forsvarsmanna og ríkti frábær stemning, gleði og mikill frumkvöðlakraftur. Alls barst 21 umsókn til nýsköpunarverkefna, þar sem sótt var um 59.794.374 krónur, og heildarkostnaður verkefnanna nemur 159.713.637 krónum.

Að þessu sinni hlutu 16 verkefni styrk, samtals 11 milljónir króna. Hæstu styrkina fengu UMF Afturelding, 1.250.000 kr., Laugavík hf. – Þaraböðin í Breiðafirði – Reykhólum, kr. 1.280.000 kr. og Ferðaþjónustan Djúpadal og Úr sveitinni ehf. hlutu eina milljón hvort fyrirtæki.

Verkefnið Fjársjóður fjalla og fjarða er unnið í samstarfi við Reykhólahrepp, Vestfjarðastofu og Byggðastofnun, með það að markmiði að styðja við sjálfbæra uppbyggingu, virka þátttöku íbúa og framtíðarsýn íbúa sem birt er í sérstakri verkefnisáætlun.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...