Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Hundruð þýskra bænda á dráttarvélum söfnuðust saman í miðborg Berlínar þann 18. desember síðast liðinn til að mótmæla áformum stjórnvalda um að draga úr niðurgreiðslum á dísilolíu og skattaívilnunum fyrir landbúnaðartæki á næsta ári.
Hundruð þýskra bænda á dráttarvélum söfnuðust saman í miðborg Berlínar þann 18. desember síðast liðinn til að mótmæla áformum stjórnvalda um að draga úr niðurgreiðslum á dísilolíu og skattaívilnunum fyrir landbúnaðartæki á næsta ári.
Mynd / Skjáskot
Utan úr heimi 11. janúar 2024

Þýskir bændur mótmæla sparnaðaraðgerðum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Þýskir bændur hafa að undanförnu mótmælt áformum stjórnvalda um að draga úr niðurgreiðslum á dísilolíu og skattaívilnunum fyrir landbúnaðartæki með því að hefta umferð á hraðbrautum og dreifa skít í þéttbýli.

Hundruð þýskra bænda á dráttarvélum söfnuðust saman í miðborg Berlínar þann 18. desember síðastliðinn til að mótmæla áformum stjórnvalda um að draga úr niður- greiðslum á dísilolíu og skattaívilnunum fyrir landbúnaðartæki á næsta ári. Áform stjórnvalda um niðurfellingu skattaívilnana til bænda eru hluti af stórum sparnaðaraðgerðum þar í landi. Til að standa við sín eigin skuldabremsulög, sem kveða á um bann við hallarekstur ríkissjóðsins, voru stjórnvöld knúin til að grípa til stórtækra ákvarðana í fjárlögum sínum sem samþykkt voru undir lok síðasta árs.

Samkvæmt þeim verða afnumdar endurgreiðslur skatta á landbúnaðardísilolíu og skattaívilnun fyrir landbúnaðartæki. Bændur halda því fram að slíkar aðgerðir ógni afkomu þeirra og samkeppnishæfni þýska landbúnaðarins.

Því fjölmenntu þeir á traktorum við Brandenborgarhliðið í Berlín og mótmæltu fyrirhuguðum aðgerðum í desember og aftur í janúar. Forgöngumenn mótmælanna boðuðu ennfremur frekari mótmæli á landsvísu sem þeir hafa staðið við.

Mánudaginn 8. janúar tóku bændur sig og töfðu umferð á hraðbrautum víða um Þýskaland með akstri dráttarvéla og annarra landbúnaðatækja. Á fréttavef Reuters er haft eftir Jule Bonsels bónda í Rínarlandi að niðurfelling skattaívilnunarinnar þýddi um 20.000 evra kostnaðarauka fyrir hennar rekstur, sem samsvarar um þremur milljónum íslenskra króna. Hún sagði slíkt viðbótarálag óásættanlegt og koma í veg fyrir nýliðun í landbúnaði.

Fullyrt er í frétt Reuters að landbúnaður beri ábyrgð á 7,4% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda landsins. Umhverfisverndarsamtök segja bændur vel geti borið þá fjárhagslegu byrði sem fælist í niðurfellingunni. Haft er eftir Martin Hofstetter, landbúnaðarsérfræðingi Greenpeace, að það skjóti skökku við að ríkið sé að niðurgreiða notkun á dísilolíu þegar það ætti frekar að hætta notkun á henni.

Aftur á móti er haft eftir Erwin Decker, vínbónda í Svartaskógi, að niðurskurðurinn myndi gera út af við mörg fjölskyldurekin bú, nytjalönd myndu leggjast í órækt og engin ætti eftir að hagnast á því.

Skylt efni: Þýskaland | mótmæli

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...