Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Skýrslan leggur m.a. mat á stöðu ruslauppsöfnunar í Norðaustur-Atlantshafi.
Skýrslan leggur m.a. mat á stöðu ruslauppsöfnunar í Norðaustur-Atlantshafi.
Mynd / Tim Mossholder
Utan úr heimi 5. desember 2023

Líffræðilegum fjölbreytileika hrakar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Þrátt fyrir aukna þekkingu og takmörkun á neikvæðum áhrifum mannlegra athafna á lífríki í Norðaustur-Atlantshafi hrakar líffræðilegum fjölbreytileika á hafsvæðinu.

Það er niðurstaða nýrrar skýrslu á vegum OSPAR samningsins um verndun Norðaustur- Atlantshafsins.

Viðnámsþol hafsins gegn loftslagsbreytingum hefur veikst og súrnun sjávar knýr fram miklar breytingar sem eru að stofna lífríki hafsins í hættu, að því er fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar sem unnin var með samningsaðilum, skrifstofu OSPAR og yfir 400 vísindamönnum og sérfræðingum.

Skýrslan er heildstætt mat á lífríki svæðisins og tekur meðal annars til losunar mengandi efna í hafið, ofauðgunar næringarefna, fiskveiða, rusls í hafi, hávaðamengunar og áhrifa loftslagsbreytinga.

Mat á búsvæðum botns og uppsjávar og vistfræðilegt mat á fæðuvefjum sjávarfugla, sjávarspendýra og fiska sýna öll hnignun á líffræðilegum fjölbreytileika þrátt fyrir framfarir við að greina og bregðast við þeim.

Þá eru breytingarnar að flýta fyrir útbreiðslu nýrra tegunda sem geta orðið ágengar og dregið enn úr fjölbreytileika lífríkis Norðaustur- Atlantshafsins

Einnig er það nefnt að mengunarvaldar á borð við lyfjaagnir og PFAS efni veki vaxandi ugg meðal höfunda en skýrsluna má nálgast á vef OSPAR.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...