Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sveinn Margeirsson (t.v.) frá NÍN (Nýsköpun í norðri) og Garðar Finnsson frumkvöðull handsala hér samstarfsyfirlýsinguna.
Sveinn Margeirsson (t.v.) frá NÍN (Nýsköpun í norðri) og Garðar Finnsson frumkvöðull handsala hér samstarfsyfirlýsinguna.
Mynd / Skútustaðahreppur
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Plast­Garðars ehf. um samstarf við upp­byggingu hringrásarhagkerfis Mývatns­sveitar og tækifæri til að draga úr umhverfisáhrifum af matvæla­framleiðslu svæðisins.

Í þróun er verkefni með það að markmiði að minnka plastnotkun í landbúnaði með „Hey!rúlla“, margnota heyrúllupokum sem framleiddir verða í Skútustaðahreppi. Verkefnið er enn á þróunarstigi og stefnir Skútustaðahreppur á að fá prufupoka fyrir sumarið 2022.

„Uppbygging hringrásar­hagkerfisins byggir í sinni einföldustu mynd á að nýta auðlindir svæðisins sem allra best og m.a. að flytja sem allra minnst inn á svæðið. Sem allra mest sé endurunnið og annað í þeim dúr,“ segir Helgi Héðinsson sveitarstjóri.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...