Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Goes 550 til vinstri og Stels 850 til hægri.
Goes 550 til vinstri og Stels 850 til hægri.
Mynd / Hjörtur L. Jónsson
Fréttir 27. júlí 2021

Tvö ólík fjórhjól frá Aflvélum

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Aflvélar Vesturhrauni 3 í Garðabæ flytur inn ýmis tól og tæki. Þar á meðal eru tvær tegundir fjórhjóla með dráttarvélaskráningu sem eru innsigluð á 55 km hámarkshraða.
Annars vegar hjól frá Kína sem hafa verið seld hér í nokkur ár og nefnast Goes 550 (prófaði svoleiðis 500 cc og 620 cc hjól frá Jötunvélum á Selfossi og skrifaði um hér 11.8. 2016). Kínversk hjól sem eru alltaf að verða vandaðri og vandaðri. Hitt fjórhjólið er nýtt á íslenskum markaði, framleitt í Rússlandi og heitir Stels og er með 850 cc. mótor sem skilar 61 hestafli.

Byrjum á „Rússanum“, helstu upplýsingar fyrst

Þegar maður kemur upp að Stels 850 fjórhjólinu virkar það stærra en flest önnur fjórhjól, hærra og breiðara sem það er. Lengdin er 2.500 mm og breiddin er 1.370 mm (allt að 17 cm breiðara en önnur fjórhjól). Hæðin er 1.580 mm sem er töluvert hærra en flest fjórhjól. Þar munar mest um langa stillanlega sjálfstæða fjöðrun og að hjólið kemur á 27 tommu (“) dekkjum. Auðveldlega er hægt að setja það á 29“ dekk án þess að breyta neinu.

Bensíntankurinn er óvenju stór, eða 30 lítra. Veglegur stuðari er framan á hjólinu og auka vatnskassi er ofan á hjólinu fremst.

Öll smíði virðist við fyrstu sýn vera vönduð og sterkleg, en sem dæmi þá er dráttarspilið framan á hjólinu gert fyrir 3.500 kg. (Ég hef aldrei séð fjórhjól með svona stórt og öflugt spil).

Auka hlífðarpönnur eru á hjólinu til að verja fyrir grjóti neðan frá, bæði undir vél og út í hjól undir öxlum, drifsköftin framan og aftan eru sverari en í mörgum jepplingum. Þrátt fyrir alla þessa sterku yfirbyggingu og efnismikið járn er hjólið ekki nema 410 kg. Verðið á fjórhjólinu er svo ekki nema 2.490.000 kr.

Prufuaksturinn með atvinnumanni í fjórhjólaakstri

Stels hjólið sem var prófað var selt og prófað með leyfi nýs eiganda, en það var með nokkrum aukahlutum sem hægt er að fá á hjólin. Auka ljóskastara að framan (ledbar). Hita í handföngum og á inngjöf hægri handar. Auka farangurskassa aftan. Tvo auka bensínbrúsa og „ryksmokka“ yfir dempara og eitthvað örlítið fleira.

Þar sem ég var með tvö fjórhjól leitaði ég hjálpar frá syni mínum sem starfar sem leiðsögumaður á fjórhjóli og skiptumst við á að keyra hjólin. Hans umsögn um hjólið einkennist af samanburði við CanAm hjólin sem hann vinnur almennt á, en hans umsögn var eftirfarandi: „Frábær fjöðrun, maður finnur ekki fyrir hnefastórum steinum á grófum vegslóðum. Krafturinn góður og viðbragð, en stýrið mætti vera breiðara.“

Sjálfur er ég ekki mjög vanur að keyra fjórhjól, en mér fannst hjólið óvenju stöðugt og fjöðrunin með ólíkindum góð. Myndi halda að þetta fjórhjól ætti að henta vel til bæði vinnu og lengri ferðalaga.

Goes Cobalt 550 Max

Minna hjólið er með 550 cc. vatnskælda fjórgengis 37 hestafla vél. Þyngdin er 338 kg. Það er með 4x4 drif sem er stillanlegt og læsanlegt. Fjöðrun er stillanleg, bensíntankur er 18 lítrar og dekk eru 25“. Þá er 1.134 kg spil framan á hjólinu. Lengdin á fjórhjólinu er 2.330 mm, breidd 1,155 mm og hæð 1.270 mm. Verðið er 1.550.000 kr.

Fjórhjól með dráttarvélaskráningu pípa viðvörunarflautu þegar maður stendur upp. Þegar maður stoppar verður að muna að skilja við hjólið í handbremsu eins og aðrar dráttarvélar. Þetta flautuhljóð var að trufla okkur feðga þar sem við erum báðir vanir óinnsigluðum fjórhjólum sem eru meira leiktæki en ekki vinnutæki.

Prufuaksturinn kom á óvart

Í fyrstu elti ég soninn, sem var á stærra hjólinu, og fyrir mér var þetta ágætis akstur, hjólið fjaðraði ágætlega undir mér og mér tókst þokkalega að halda í við „atvinnumanninn“ í fjórhjólamennskunni. Það var vissulega aðeins að trufla mig að í hvert sinn sem ég sá stóra holu eða ójöfnu stóð ég upp og hjólið pípti á mig.
Í mjög grýttum og torfærum vegslóða var ég að finna að dráttarkúlan var að rekast niður (skrúfgangurinn á henni fulllangur). Ég tók dráttarkúluna úr og sneri henni við og þá hætti ég að reka hana niður.

Eftir um 20 km slóðaakstur skiptum við feðgar um ökutæki og umsögn sonarins um Goes hjólið var eftirfarandi: „Fjöðrun frekar stíf, lágt undir hjólið.“ Samt eru 28,5 cm undir lægsta punkt ef dráttarkúlan er fjarlægð sem í raun á að gera ef hún er ekki í notkun. Hann rak kúluna niður eins og ég þrátt fyrir að ég hefði snúið henni við.

„Stýrið gott og létt (rafmagnsléttir á stýrinu á Goes-hjólinu), mælaborðið skýrt og gott, fannst píphljóðið pirrandi. Finnur svolítið fyrir steinum á grófum vegi, en ef tekið er mið af verði þá er þetta gott hjól fyrir þennan pening. Ef maður vill betra fjórhjól og þægilegra þarf einfaldlega að borga meira.“

Nánari upplýsingar um hjólin er hægt að nálgast á vefsíðunni www.aflvelar.is .

Skylt efni: Aflvélar | fjórhjól

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...