Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sjávarnytjar hafa náð nýju hámarki, samkvæmt því sem segir í skýrslu FAO.
Sjávarnytjar hafa náð nýju hámarki, samkvæmt því sem segir í skýrslu FAO.
Fréttir 3. september 2018

Tveir af hverjum þremur fiskum enda sem brottkast

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt nýrri skýrslu FAO, Matvæla- og landbúnaðar­stofnunar Sameinuðu þjóðanna, lendir einn af hverjum þremur fiskum sem veiddur er í heiminum sem fæða. Tveir af hverjum þremur fiskum sem veiddir eru enda sem brottkast eða skemmast áður en þeir eru borðaðir.

Ástæða þess að veiddur fiskur nýtist illa samkvæmt skýrslu FAO er að meðafla og undirmálsfiski sé oft hent sérstaklega við veiðar hjá stórum togurum. Önnur ástæða er vanþekking á geymsluaðferðum eða skortur á kælibúnaði.

Sjávarnytjar hafa náð nýju hámarki samkvæmt því sem segir í skýrslunni, The state of Worlds Fisheries and Aquaculture. Munar þar mestu um aukið fiskeldi í Kína þaðan sem helmingur af eldisfiski á heimsmarkaði kemur í dag. FAO gerir ráð fyrir að fiskeldi í sjó á heimsmælikvarða eigi eftir að aukast um 30% til ársins 2030.

Í skýrslunni segir að þrátt fyrir að afli heimsveiði úr sjó hafi nánast staðið í stað frá 1980 sé þriðji hver nytjastofn ofnýttur og að fjöldi nytjastofna sem flokkast sem ofnýttur sé alltaf að aukast. 

Skylt efni: sjávarnytjar | FAO

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...