Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Tryggja skal að hlýnum verði innan við 2°C en stefnt að hlýnum innan við 1,5°C
Fréttir 14. desember 2015

Tryggja skal að hlýnum verði innan við 2°C en stefnt að hlýnum innan við 1,5°C

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýtt samkomulag í loftslagsmálum náðist á Parísarráðstefnunni um loftslagsmál. Í samkomulaginu er í fyrsta sinn kveðið á um að öll ríki skuli bregðast við til þess að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda, takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga og tryggja umtalsvert fjármagn til grænna lausna og aðstoð við ríki sem verða verst úti í breytingum.

Í frétt á vef umhverfisráðuneytisins segir að í Parísarsamkomulaginu sé sérstakt lagalega bindandi samkomulag undir Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna og að stefnt sé að formlegri undirritun þess í apríl á næsta ári. Samkomulagið nær til aðgerða ríkja eftir 2020, en þá lýkur tímabili skuldbindinga ríkja í Kýótó-bókuninni. Innan við 15% af losun gróðurhúsalofttegunda er nú undir reglum Kýótó. Með hliðsjón af hinu nýja samkomulagi hafa nær öll ríki heims, með losun samtals vel yfir 90% af heimslosun, sent inn markmið sem verða hluti af samkomulaginu.

Parísarsamkomulagið og tengdar ákvarðanir 21. aðildarríkjaþings Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna ná yfir alla helstu þætti sem hafa verið til umfjöllunar í loftslagsmálum á undanförnum áratugum. Aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu koldíoxíðs úr andrúmslofti, bókhald yfir losun og kolefnisbindingu, aðlögun að loftslagsbreytingum, stuðning við þróunarríki til að nýta græna tækni og bregðast við afleiðingum breytinga og fjármögnun aðgerða.
Samkomulagið hefur aðra nálgun en í Kýótó-bókuninni, þar sem kveðið er á um tölulega losun einstakra ríkja í texta bókunarinnar sjálfrar og sett á eins konar kvótakerfi, þar sem m.a. er heimilt að versla með heimildir. Um 190 ríki sendu sjálfviljug inn markmið sín varðandi losun fyrir Parísarfundinn sem vísað er til í samkomulaginu. Ná markmiðin yfir um 90% af heimslosun.

 

Nokkur helstu atriði í samkomulaginu eru:

• Sett er markmið um að halda hlýnun lofthjúpsins vel innan við 2°C og jafnframt verður reynt að halda hlýnuninni innan við 1,5°C.

• Losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu skal ná hámarki „eins fljótt og auðið er“ og minnka síðan þannig að losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum nái jafnvægi við upptöku kolefnis úr andrúmsloftinu á síðari helmingi aldarinnar; tekið er fram að þróunarríki fái meira svigrúm en önnur að þessu leyti.

• Fara skal yfir stöðu mála á 5 ára fresti og í kjölfar þess skulu ríki senda inn endurnýjuð landsmarkmið; ný markmið eiga að vera eins metnaðarfull og viðkomandi ríki telur sig geta náð og alla jafna metnaðarfyllri en fyrri markmið í ljósi leiðsagnar vísindanna.

• Lofað er að fjármögnun loftslagsmála til þróunarríkja nái 100 milljörðum dollara árið 2020 og að hún haldi áfram eftir 2020 og minnki ekki eftir það.

• Settar eru fram kröfur um bókhald yfir nettólosun ríkja; ítarlegar kröfur eru nú um slíkt bókhald í Kýótó-bókuninni varðandi þróuð ríki. Í Parísarsamkomulaginu er gerð krafa um bókhald fyrir öll ríki, þótt kröfur á þróunarríki séu vægari.

• Viðurkennt er að bregðast þurfi við skaða sem fátæk ríki verða fyrir vegna neikvæðra áhrifa loftslagsbreytinga, bæði við að draga úr líkum á skaða og bregðast við tjóni sem verður.
 

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...