Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Trump vill refsitolla
Mynd / Sunday Express
Fréttir 16. ágúst 2018

Trump vill refsitolla

Höfundur: ehg / Bondebladet
Donald Trump, forseti Banda­ríkjanna, vill setja refsitolla á spænska ólífubændur vegna þess að þeir þiggja styrki frá Evrópusambandinu. Evrópusambandið bregst harðlega við þessum aðgerðum og segir ákvörðunina vera óásættanlega. 
 
Ameríska verslunarráðuneytið hefur samþykkt að setja á refsitolla á spænskar ólífur vegna þess að spænskir ólífubændur fá stuðning og selja ólífurnar á lægra verði en sanngjarnt er að mati bandarískra stjórnvalda. Refsitollurinn verður á bilinu 7–27 % og hefur spænski landbúnaðarráðherrann, Luis Planas, sagt fyrirætlanirnar mjög ósanngjarnar. Aðgerðirnar eru hluti af stefnu Trump í að auka útflutning á vörum frá Bandaríkjunum og á sama tíma minnka innflutning vara. 
 
Hin þverpólitíska alþjóðlega verslunarnefnd Bandaríkjanna (ITC) mun taka lokaákvörðun í málinu þann 24. júlí næstkomandi og ef það staðfestir að innflutningur frá Spáni skaði eða ógni framleiðslu í heimalandinu mun refsitollurinn verða settur á. Virði ólífuinnflutnings frá Spáni til Bandaríkjanna á síðasta ári voru rúmir 7 milljarðar íslenskra króna. Evrópusambandið segir aðgerðirnar ekki brjóta í bága við reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), en samt sem áður hefur Trump ekki leyfi til að leggja á aukarefsitolla út frá alþjóðlegum reglugerðum. Þegar Trump ásakar Evrópusambandið fyrir að styðja sína bændur verður hann að gera sér grein fyrir því að það er einnig gert í Bandaríkjunum og að amerískir bændur eru margir hverjir stórir útflytjendur. Fram til 24. júlí ríkir þó alger óvissa í málinu og geta spænskir bændur lítið aðhafst í málinu fram að þeim tíma. 
 
Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...