Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Í tillögunum kemur fram að styrkja þurfi undirstöður jarðræktar á Íslandi, til að auka framleiðslu plöntuafurða og vinna almennt gegn sveiflum í innlendri fæðuframleiðslu milli ára.
Í tillögunum kemur fram að styrkja þurfi undirstöður jarðræktar á Íslandi, til að auka framleiðslu plöntuafurða og vinna almennt gegn sveiflum í innlendri fæðuframleiðslu milli ára.
Mynd / smh
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Höfundur: smh

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjórn að fæðuöryggi fyrir Ísland. Tillögurnar eru í 16 liðum og verður í framhaldinu áfram unnið með tillögurnar í annarri stefnumótum stjórnvalda.

Tillögurnar og greinargerð með þeim voru unnar af Jóhannesi Sveinbjörnssyni dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Meðal tillagna er, að fylgjast þurfi vel með þróun matvælaverðs og hvernig hún hefur áhrif á getu almennings til fæðukaupa, einkum þeirra hópa sem búa við lökust kjör. Þá þurfi markviss flokkun landbúnaðarlands til að auðvelda sveitarfélögum ákvarðanatöku í skipulagsmálum. Tryggja þurfi aðgang að mikilvægum svæðum vegna fæðuframleiðslu og ferskvatnsöflunar.

Styrkja þarf undirstöðu jarðræktar á Íslandi

Einnig þurfi að styrkja undirstöður jarðræktar á Íslandi, til að auka framleiðslu plöntuafurða og vinna almennt gegn sveiflum í innlendri fæðuframleiðslu milli ára.  Þetta á við um grasrækt, kornrækt til fóðurs og manneldis, útiræktun og ylræktun grænmetis. Þetta er best gert með vönduðu yrkjavali, jurtakynbótum, bættri ræktunartækni, öflugum rannsóknum, kennslu og leiðbeiningum.

Í tillögunum kemur einnig fram að mikilvægt sé að gera GFSI-mat sem fyrst fyrir Ísland, en slíkt mat segir  til um hversu góðar aðstæður eru fyrir fæðuöryggi í landinu. Það er til dæmis gert með því að meta reglulega heildarfæðuneyslu á íbúa og fylgjast með þróun matvælaverðs og hvaða áhrif sú þróun hefur á þau sem búa við lökustu kjörin.

Afkoma bænda ein af undirstöðum fæðuöryggis

Í tillögunum er bent á að ásættanleg fjárhagsleg afkoma bænda sé ein af undirstöðum fæðuöryggis sem þurfi að huga að ásamt því að styrkja sem best jarðrækt á Íslandi hvort sem um er að ræða gras- eða kornrækt, útiræktun eða ylræktun.

Einnig er bent á mikilvægi orkuskipta þar sem áhersla er lögð á innlenda orkugjafa s.s. rafmagn og jarðhita ásamt endurnýtingu næringarefna frá heimilum og fyrirtækjum. Samfélagslegt átak í þeim efnum sé í senn undirstaða framfara í fæðuöryggi, sjálfbærni fæðuframleiðslu til lengri tíma og mikilvægt umhverfismál.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...