Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Tilraunir eru nú gerðar með sjálfkeyrandi rafknúna smávagna í Ile-de-France-héraði í norðanverðu Frakklandi.
Tilraunir eru nú gerðar með sjálfkeyrandi rafknúna smávagna í Ile-de-France-héraði í norðanverðu Frakklandi.
Fréttir 8. mars 2021

Þróa sjálfkeyrandi rafknúna smávagna

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Frönsku fyrirtækin Navya og Bluebus hyggjast nýta sérþekkingu sína og fara í tæknilegt samstarf við að hanna og þróa sjálf­keyrandi strætóskutlur.

Þessi þróun mun byggjast á reynslu Bluebus, en það er fyrirtæki með sérþekkingu á hönnun, þróun, framleiðslu og sölu á 100% rafknúnum strætisvögnum.

Ný rafhlöðutækni

Strætisvagnarnir, sem verða aðeins 6 metrar að lengd, munu nota lithium mál „fastkjarna“ rafhlöður (Lithium metal solid-state batteries – LMP) sem þróaðar hafa verið af Bluebus Solutions í gegnum fyrirtækið Bollorè Group, sem er eitt af 500 stærstu fyrirtækjum heims. Bollorè framleiðir meðal annars rafknúna strætisvagna. Þessar rafhlöður eru ólíkar hefðbundunum Lithium Ion rafhlöðum sem eru með seigfljótandi kjarna og eru afar viðkvæmar fyrir ofhitnun. Fastkjarna rafhlöður eru bæði mun öruggari hvað sprengihættu varðar auk þess að hægt er að hlaða þær mun hraðar en hefðbundnar rafhlöður. Munu Daimler og eCitaro einnig hafa áform um að taka í notkun slíkar rafhlöður.

Litlu 6 metra löngu strætisvagnarnir, eða skutlurnar, hafa verið í prófunum í Ile-de-France héraði í norðanverðu Frakkalandi, en höfuðborgin París er einmitt helsta stolt héraðsins. Bremsu- og hröðunarbúnaður vagnanna verður sjálfvirkur og er stýrt með aksturshugbúnaðarlausn frá Navya. Að auki verða mörg samskipti við búnaðinn um borð einnig með hugbúnaðinum sem Navya hefur þróað.

Samningur Navya og Bluebus þykir nokkuð sérstakur og mun skilgreina skilyrði fyrir framkvæmd sameiginlegs verkefnis fyrirtækjanna. Lýtur það að því að auðvelda markaðssetningu sjálfstæðra samgöngulausna.

Jean-Luc Monfort, stjórnar­formaður og forstjóri Bluebus, segir:

„Við erum ánægð með að halda áfram samstarfi okkar við rannsóknir og þróun við Navya. Samsetningin af gagnkvæmri sérþekkingu okkar ætti að gera okkur kleift að sjá fyrir þróun sjálfkeyrandi 6 metra skutlu morgundagsins. Þetta samstarf er hluti af stefnunni um stöðugar endurbætur á Bluebus farartækjum.“

Etienne Hermite, forstjóri Navya, segir:

„Við erum mjög ánægð með að hafa undirritað þennan samning við Bluebus, sem er stór aðili í rafknúnum ökutækjum og við deilum sömu stefnumótandi, tæknilegu og viðskiptalegu framtíðarsýninni.

Ökutækin og tæknin sem Bolloré Group hefur þróað munu finna mjög áhugaverða viðbótarmarkaði, þökk sé kerfum Navya. Þetta samstarf er í fullu samræmi við stefnu Navya um að koma sjálfvirkum aksturskerfum á 4. stigi á fjölmörgum ökutækjakerfum til fólksflutninga og vöruflutninga. Þessi samningur ætti að gera Navya kleift að taka stórt skref fram á við með þróun sinni.“

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...