Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þín aðild að Bændasamtökunum
Fréttir 15. febrúar 2017

Þín aðild að Bændasamtökunum

Seinni hluta febrúar munu BÍ senda greiðsluseðla með félagsgjöldum til allra félagsmanna. Til þess að lágmarka útsendingu á röngum félagsgjöldum er bændum ráðlagt að yfirfara sínar skráningar fyrir 20. febrúar.
 
Upplýsingar um félagsaðild félagsmanna Bændasamtaka Íslands eru aðgengilegar á Bændatorginu undir „félög/sambönd“ á upphafssíðunni. Hægt er að sjá hvaða einstaklingar með félagsaðild tengjast viðkomandi búrekstri/búsnúmeri, en áður voru þar upplýsingar um aðildarfélög umráðamanns búsins.
 
Grunngjald verður 42 þús. krónur
 
Grunngjald fyrir aðild að Bændasamtökunum er 42.000 kr. fyrir árið 2017. Því fylgir aðild með fullum félagslegum réttindum fyrir tvo einstaklinga sem standa saman að búrekstri. Til aðgreiningar kemur þetta fram í félagatali sem „BÍ – félagsgjald A“.
 
Ef fleiri en tveir einstaklingar standa fyrir búi greiðir hver félagsmaður umfram tvo að auki 12.000 kr. Til aðgreiningar er þessi leið skilgreind í félagatali sem „BÍ – félagsgjald B“.
 
Hafið samband fyrir 20. febrúar
 
Þeim vinsamlegu tilmælum er bent til félagsmanna að þeir yfirfari upplýsingarnar. Ef að breytinga er þörf og/eða ef einhverjar spurningar vakna þá má senda athugasemd í gegnum Bændatorgið (sjá neðst til hægri þegar komið er inn á upphafssíðu). Æskilegt er að þeir sem vilja breyta skráningu á félagsaðild hafi samband í síðasta lagi 20. febrúar nk. til að ná inn breytingum fyrir útsendingu reikninga. 
 
Ert þú með spurningar?
 
Fulltrúar í þjónustuveri BÍ munu svara fyrirspurnum í síma 563-0300 á skrifstofutíma. Þær Guðbjörg Jónsdóttir og Guðlaug Eyþórsdóttir svara fyrirspurnum um það sem snýr að félagsaðild en þær Jóhanna Lúðvíksdóttir og Sigríður Þorkelsdóttir sjá um innheimtumál. Netfang Bændasamtakanna er bondi@bondi.is.
 
Nánari upplýsingar um aðild og félagsgjöld BÍ er að finna á vef samtakanna, bondi.is.
 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...