Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mikið magn af rusli var hreinsað úr fjörum í Héðinsfirði nýverið.
Mikið magn af rusli var hreinsað úr fjörum í Héðinsfirði nýverið.
Mynd / Fjallabyggð
Fréttir 13. september 2021

Telja að um 90% af plasti úr Héðinsfirði hafi verið hreinsað úr fjörum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Níu stórir sekkir voru fylltir af alls kyns rusli eftir fjöruhreinsun í Héðinsfirði á dögunum, alls um 12 til 15 rúmmetrar.

Mikið var af plasti, einkum leifar veiðarfæra, fiskikassar og ker og virðist sem sumt hafi legið þarna um áratugi og var gróið ofan í jörðina. Heilmikill leiðangur var gerður í fyrrahaust til að hreinsa til í Héðinsfirði og að viðbætt þeim sem farinn var nýlega er áætlað að um 90% af plastrusli þar hafi verið hreinsað og flutt á brott.

Gunnar Júlíusson lagði til skip sitt, Örkina hans Gunna í þágu hins góða málefnis. Alls voru 15 manns á öllum aldri um borð, tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu þegar í land var komið. Landeigendur tóku einnig þátt í hreinsunni og Fjallabyggð veitti sömuleiðis aðstoð. Hreinsun Héðinsfjarðar hófst fyrir nokkrum árum, en mest var unnið við verkefnið í fyrrahaust að frumvæði og atorku Ragnars Ragnarsson og Lísu Dombrowe. Þetta kemur fram á vefsíðu Fjallabyggðar.

Fjöldi sjálfboðaliða á öllum aldri tóku þátt í fjöruhreinsuninni ásamt áhöfn Arkarinnar hans Gunna og landeiganda.

Örkin hans Gunna var notuð í verkefnið.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...