Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Tæplega 700.000 ferðamenn frá áramótum
Fréttir 4. ágúst 2016

Tæplega 700.000 ferðamenn frá áramótum

Um 186 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júní síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða nærri 50 þúsund fleiri en í júní í fyrra. Þá hafa brottfarir Íslendinga aldrei mælst jafn margar í einum mánuði. 
 
Erlendum ferðamönnum heldur því áfram að fjölga. Aukningin nemur 36,8% á milli ára í júní og frá áramótum nemur hún 35,8%. Nú hafa tæplega 700 þúsund erlendir ferðamenn komið frá áramótum, 183 þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra. 
 
Fjórar þjóðir áberandi
 
Í fréttatilkynningu frá Ferðamálastofu segir að rúmur helmingur ferðamanna í nýliðnum júní voru af fjórum þjóðernum. Bandaríkjamenn voru langfjölmennastir eða tæp 30% af heildarfjölda. Næstir komu Þjóðverjar (9,3%), þar á eftir fylgdu Bretar (8,7% og Kanadamenn (7,0%). 
 
Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Kanadamönnum, Bretum, Þjóðverjum, Svíum og Frökkum mest á milli ára. Þessar sex þjóðir báru uppi aukninguna í júní að miklu leyti. Af þeim var hlutfallsleg fjölgun mest frá Kanada en ferðamannafjöldinn þaðan ríflega tvöfaldaðist í júní. 
 
Mikil fjölgun Bandaríkjamanna
 
Þegar litið er til fjölda ferðamanna í nýliðnum júní má sjá verulega fjölgun frá árinu 2010. Mest áberandi er fjölgun Bandaríkjamanna, úr 9 rúmlega í 69 þúsund. Þá hefur Mið- og Suður-Evrópubúum fjölgað úr um 17 þúsund í 40 þúsund á sama tíma. Fjöldi Breta hefur nærri þrefaldast. Heldur minni aukning hefur verið frá Norðurlöndunum en þó tæp 50%. 
 
Hlutfall N-Ameríkana hækkar en Norðurlandabúa lækkar
 
Samsetning ferðamanna eftir markaðssvæðum hefur breyst töluvert frá árinu 2010. Í júní síðastliðnum voru Norðurlandabúar um 10,5% ferðamanna en hlutfall þeirra af heild hefur lækkað verulega síðustu ár, hefur farið úr 24% ferðamanna árið 2010. Hlutdeild N-Ameríkana hefur hins vegar farið vaxandi, var 17,2% af heild árið 2010 en var komin í 36,8% í ár. Hlutdeild annarra markaðssvæða hefur verið á líku róli á tímabilinu 2010 til 2016. 
 
Ferðir Íslendinga utan
 
Um 67 þúsund Íslendingar fóru utan í júní síðastliðnum eða 19.300 fleiri en árið 2015. Um er að ræða 40,4% fleiri brottfarir en í júní 2015. Hafa brottfarir Íslendinga aldrei mælst fleiri í einum mánuði frá því að talningar Ferðamálastofu hófust en fyrra met var 54.800 í júní árið 2007. Ekki er ólíklegt að Evrópumótið í knattspyrnu hafi hér talsverð áhrif en í því sambandi er vert að slá þann varnagla að hugsanlega er óvenju algengt að um fleiri en eina brottför sé að ræða hjá sömu einstaklingum. Slíkt er þó ekki hægt að segja fyrir um með neinni vissu.

Skylt efni: ferðaþjónusta

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...