Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vinnu við styrkvegi á að ljúka fyrir fyrstu göngur í haust.
Vinnu við styrkvegi á að ljúka fyrir fyrstu göngur í haust.
Fréttir 14. júlí 2021

Tæpar 6 milljónir til viðhalds styrkvega í Húnaþingi vestra

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Vegagerðin hefur samþykkt að úthluta 4 milljónum króna til styrkvega í Húnaþingi vestra til viðhalds samgönguleiða. Samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins var samþykkt að veita 1,8 milljónum króna til viðhalds styrkvega á árinu 2021 og hefur sveitarfélagið því 5,8 milljónir króna til ráðstöfunar. Landbúnaðarráð Húnaþings vestra fjallaði um málið á fundi nýlega og lagði fram tillögu um skiptingu fjárins. Samkvæmt henni verður 3 milljónum varið til afréttarvegar á Víðidalstunguheiði, til afréttarvega í Miðfirði fara 1.550.000 og 750 þúsund vegna afréttarvega í Hrútafirði. Þá er lagt til að vegna vegar yfir Brandagilsháls fari 200 þúsund krónur og 300 þúsund krónur vegna vegar upp á Vatnsnesfjall. Fjallskilastjórnir sjá um fram­kvæmdir á afréttarvegum hver á sínu svæði, en að öðru leyti er sveitarstjóra falið að fá verktaka í viðhald vegar yfir Brandagilsháls. Leggur landbúnaðarráð til að samræmt gjald verði fyrir vinnu við styrkvegi í sveitarfélaginu. Vinnu við styrkvegi á að ljúka fyrir fyrstu göngur í haust.

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...