Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís.
Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís.
Mynd / HKr.
Fréttir 28. október 2019

Sveinn ákærður fyrir brot á lögum um slátrun og sláturafurðir

Höfundur: smh

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hefur gefið út ákæru á hendur Sveini Margeirssyni fyrrverandi forstjóra Matís fyrir brot gegn lögum um slátrun og sláturafurðir, með því að hafa á bændamarkaði á Hofsósi 30. september 2018, staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti af gripum sem slátrað hafði verið utan löggilts sláturhúss.

Teljast brot ákærða varða við lög um slátrun og sláturafurðir. Í ákærunni er þess krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.

Málið tengist svokölluðu Örslátrunarverkefni Matís, sem Sveinn stóð fyrir í forstjóratíð sinni. Liður í því var að raungera tillögur Matís um örslátrun. Á þær var látið reyna heima á bænum Birkihlíð í Skagafirði þann 30. september, þegar nokkrum lömbum var slátrað þar og í kjölfarið voru afurðirnar seldar á bændamarkaði á Hofsósi.

Tilgangur verkefnisins var að láta reyna á hvort hægt væri að slátra heima á bóndabýli við aðstæður í samræmi  við tillögur Matís um örslátrun. Einnig vildi Matís með verkefninu benda á mikla þörf fyrir að fram fari heildstætt, vísindalegt áhættumat við ákvarðanir og áhættustjórnun tengt matvælaöryggi á Íslandi og benda á möguleika til að auka verðmætasköpun fyrir bændur, eins og Sveinn sagði í viðtalið við Bændablaðið í byrjun október á síðasta ári.

Þröstur Heiðar Erlingsson, bóndi í Birkihlíð, var einnig kærður fyrir aðild að málinu en honum hefur ekki verið birt ákæra lögreglustjórans á Norðurlandi vestra.

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...