Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Svavar Halldórsson tekur við stöðu framkvæmdastjóra LS
Mynd / smh
Fréttir 16. apríl 2015

Svavar Halldórsson tekur við stöðu framkvæmdastjóra LS

Höfundur: smh

Svavar Halldórsson hefur formlega tekið við stöðu framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda (LS).

„Þetta var bara hugmynd sem kom upp, að hugsa aðeins út fyrir rammann og fá einhvern sem kæmi með ferska strauma til að taka við þessu starfi,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS um ráðninguna.

„Við gerum okkur grein fyrir því að það verða margir undrandi á þessari ráðningu en það er líka bara fínt stundum að fara í endurmat á stöðunni þegar mannaskipti verða og horfa í aðrar áttir. Fyrst og fremst erum við þá að horfa til þeirra markaðstækifæra sem eru fyrir greinina, til að mynda á erlendum mörkuðum og við teljum Svavar góðan kost í þeirri stöðu. Við munum undirrita samning við hann á morgun [föstudag 17. apríl ]á stjórnarfundi í samtökunum og svo reikna ég með því að hann komi til starfa í Bændahöllinni fljótlega eftir helgi,“ segir Þórarinn.

Svavar hefur starfað á fjölmiðlum og að undanförnu hefur hann meðal annars rekið fyrirtækið Íslenskur matur og matarmenning sem framleiðir fjölmiðlaefni með áherslu á mat og matvælaframleiðslu.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...