Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stuðningsgreiðslur vegna hækkandi áburðaverðs í gegnum jarðræktarstyrki og landgreiðslur
Mynd / Bbl
Fréttir 10. febrúar 2022

Stuðningsgreiðslur vegna hækkandi áburðaverðs í gegnum jarðræktarstyrki og landgreiðslur

Höfundur: smh

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um fyrirkomulag á stuðningsgreiðslum til bænda vegna hækkunar áburðaverðs. Gert er ráð fyrir að um 650 milljónir króna fari í beinan stuðning við bændur í gegnum jarðræktarstyrki og landgreiðslur, sem álag fyrir síðasta ár. Afgangurinn, 50 milljónir króna, fer í sérstakt átak um bætta nýtingu áburðar og leiðir til að draga út notkun hans – sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins mun sjá um.

Í tilkynningunni er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra að hún búist við því að greiðslurnar verði afgreiddar strax um næstu mánaðamót.

Á síðasta ári fengu 1.534 bú jarðræktarstyrki og landgreiðslur vegna ræktunar á samtals 91.610 hekturum. Í tilkynningunni kemur fram að áætlað sé að álagsgreiðslan þýði um það bil 79 prósent álag á greiðslurnar 2021.  „Gætt verður sérstaklega að búum sem nýir ábúendur hafa tekið við eftir að greiðslan 2021 fór fram,“ segir í tilkynningunni.

Áburðarvísitalan hækkað um 93 prósent

„Áburðaverð hefur hækkað á síðustu misserum. Áburðarvísitala Alþjóðabankans hefur hækkað um 93% frá lokum síðasta áburðartímabils, m.a. vegna hækkunar á jarðgasi og COVID-tengdum framboðsáhrifum. Áætluð hækkun hérlendis frá síðasta ári er um 87% samkvæmt mati Hagstofunnar fyrir verðlagsgrundvöll kúabús,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Haft er eftir Svandísi að með þessum aðgerðum komið til móts við bændur og þá erfiðu stöðu sem þeir standa frammi fyrir. Við höfum lagt áherslu á að fjármunirnir skili sér sem fyrst til bænda og á sem einfaldastan hátt. Með þessari útfærslu náum við því fram. Við höfum átt gott samstarf við Bændasamtökin vegna málsins,“ segir Svandís.

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...