Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Stefnt að því að hefja skyrframleiðslu á vegum MS í Bandaríkjunum á næsta ári
Fréttir 28. ágúst 2014

Stefnt að því að hefja skyrframleiðslu á vegum MS í Bandaríkjunum á næsta ári

Höfundur: Vilmundur Hansen

Reiknað er með að Mjólkursamsalan og samstarfsfyrirtæki hennar á Norðurlöndunum selji í ár um 10 þúsund tonn af skyri á markaði ytra. Hluti skyrsins er framleiddur hér, en til að þjóna þessum markaði öllum þyrfti um þriðjung íslensku mjólkurframleiðslunnar, eða um 35 milljónir lítra af mjólk. Framleiðsla á skyri undir merki MS hefst væntanlega í Bandaríkjunum á næsta ári.

Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, sagði í samtali við Bændablaðið að eftirspurn eftir skyri væri mun meiri á Norðurlöndunum en útflutningskvóti Evrópusambandsins frá Íslandi leyfði og meiri en framleiðslugeta íslenskra bænda leyfði.

„Megnið af skyrinu sem við flytjum út fer á markað í Finnlandi en við erum í samvinnu við fyrirtæki í Danmörku sem heitir Thise og annað í Noregi og Svíþjóð sem heitir Kavli og þau framleiða skyr með sérleyfi frá okkur.“

Framleitt með leyfi og eftirliti MS

Fyrirtækin sem um ræðir framleiða skyr undir vörumerki MS, uppskriftin er íslensk og umbúðirnar eru sams konar þeim sem notaðar eru á Íslandi en mjólkin er dönsk eða sænsk. Einar segir að fyrirtækin framleiði skyrið eftir uppskrift, gæðaeftirliti og með tækni frá MS og greiði afgjald fyrir það.

„Thise framleiðir skyr sem er selt í Danmörk og Finnlandi en Kavli hefur framleiðsluréttinn fyrir Noreg og Svíþjóð. Á þessu ári er gert ráð fyrir að heildarsalan í Skandinavíu verði um 10 þúsund tonn.“

Útflutningur til Sviss

Í september hefst dreifing og sala á skyri á vegum Mjólkursamsölunnar í Sviss.


„Sviss er utan Evrópu­sambandsins og sérstakir samningar milli ríkjanna gera þennan útflutning hagkvæman ef tekst að skapa eftirspurn á markaði. Það kemur í ljós á næstunni. Víðast hvar er skyr í flokki dýrari mjólkurafurða. Það er mjög hagkvæmt að auka skyrsölu erlendis á kostnað sölu á undanrennudufti, sem er hrávara á iðnaðarmarkaði. Við eigum umframmagn af undanrennu í landinu vegna þess hve áhugasamir Íslendingar eru um fitumeiri mjólkurafurðir. Þá fellur til prótín sem hagkvæmt er að koma í verð með þessum hætti.“

Skyrframleiðsla í Bandaríkjunum

Mjólkursamsalan flytur út um 120 tonn af skyri til Bandaríkjanna á ári en að sögn Einars er flutningsleiðin þangað erfið og ekki til þess fallin að þjóna nema litlum markaði.


„Við teljum að markaðurinn í Bandaríkjunum taki við umtalsvert meira magni en við flytjum þangað og því erum við að skoða möguleika á að gera samninga við þarlenda aðila um framleiðslu á skyri sem selt yrði undir merki MS. Við höfum einnig verið að skoða möguleika á því  hvort hluti hráefnisins gæti verið íslenskur í formi undanrennudufts.“

Einar segir að í dag sé gert ráð fyrir að Mjólkursamsalan eigi hluta í fyrirtækinu sem muni markaðssetja og selja skyrið í Bandaríkjunum.

„Fjárfestar sem koma að þessu með okkur hafa haft nokkur tengsl við Ísland í hartnær tvo áratugi í gegnum Íslenska erfðagreiningu.“

Gríðarlega stór markaður

„Bandaríkjamarkaður er gríðarlega stór; jógúrtmarkaðurinn einn og sér veltir um sjö milljörðum Bandaríkjadala á ári og brot af því er stórt fyrir okkur. MS hefur gert vinnuáætlanir um sölu í Bandaríkjunum en við höfum ekki opinberað þær tölur. Við förum af stað með ákveðna hugmynd um þann árangur sem hægt er að ná og reynum að ná þeim markmiðum með lágmarksáhættu.“

Einar gerir ráð fyrir að framleiðsla á skyri undir merki MS í Bandaríkjunum geti hafist á næsta ári ef allt gengur að óskum.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f