Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eymundur Magnússon hjá Móður Jörð, framleiðir ýmsar lífrænt vottaðar vörutegundir.
Eymundur Magnússon hjá Móður Jörð, framleiðir ýmsar lífrænt vottaðar vörutegundir.
Mynd / smh
Fréttir 26. janúar 2017

Sömu reglur munu gilda um lífræna framleiðslu á Íslandi og í ESB

Í tilkynningu frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að íslensk stjórnvöld hverfi frá aðlögunarkröfum vegna upptöku gildandi reglna ESB um lífræna ræktun. Það þýðir að sömu reglur munu því gilda um framleiðslu, vottun og merkingu lífrænnar framleiðslu á Íslandi og í Evrópu.

Í tilkynningunni segir að upptaka reglnanna muni auðvelda útflutning lífrænnar íslenskrar framleiðslu til Evrópuríkja, auk þess sem íslenskir neytendur muni njóta góðs af skilvirkara eftirliti.

Þar segir ennfremur:

„Ísland og Noregur hafa um árabil unnið að upptöku gildandi reglna Evrópusambandsins um lífræna ræktun, sem settar voru árið 2007. Aðlögunarkröfur voru settar fram af báðum ríkjum. Kröfur Íslands voru fimm talsins og sneru að merkingum, notkun fiskimjöls við fóðrun jórturdýra, þéttleika í bleikjueldi og stærð hólfa og notkun grindargólfa í fjárhúsum. Hér á landi er í gildi reglugerð um lífræna vottun og framleiðslu frá árinu 2002, sem innleiðir eldri reglur ESB frá árinu 1991. Því hefur útflutningur á lífrænt vottuðum afurðum verið erfiður undanfarin ár og óvíst er hve lengi íslensk vottun verður yfir höfuð viðurkennd innan ESB. 

Talið er útséð um að landbúnaðarskrifstofa Evrópusambandsins muni fallast á aðlögunarkröfurnar og féllu Norðmenn frá sínum kröfum síðastliðið sumar. Það er því talið þjóna hagsmunum Íslands að fylgja fordæmi Norðmanna.

Gildandi reglur um lífræna framleiðslu hafa ekki verið uppfærðar í sex ár og má því gera ráð fyrir að upptaka samræmdra reglna komi til með að bæta eftirlit með innflutningi á lífrænt ræktuðum vörum.

Ætla má að reglurnar hafi áhrif á um 30 framleiðendur lífrænna afurða hér á landi. Þær munu hins vegar ekki hafa áhrif á framleiðendur hefðbundinna afurða.“

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...