Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Garðyrkjustöðvarnar Ártangi, Friðheimar og Hveravellir taka á móti staðfestingu á vottuninni „Í góðu lagi“.
Garðyrkjustöðvarnar Ártangi, Friðheimar og Hveravellir taka á móti staðfestingu á vottuninni „Í góðu lagi“.
Mynd / Sölufélag garðyrkjumanna
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag undirritað samning um um vottunarmerkið „Í góðu lagi“.

Um er að ræða vottunarkerfi sem staðfestir að vinnustaðir fari eftir kjarasamningum og almennum reglum vinnumarkaðarins. Þrjár garðyrkjustöðvar hafa nú farið formlega í gegnum vottunarferlið; Ártangi, Friðheimar og Hveravellir. „Í góðu lagi“ merkið verður nú sýnilegt á umbúðum hjá þeim garðyrkjustöðvum sem hafa hlotið vottun.

Vottunin er framkvæmd á þann hátt að vinnustaðir eru heimsóttir og farið yfir þau gögn sem til þarf. Stofnuð var sameiginleg nefnd skipuð fulltrúum frá hlutaðeigandi stéttarfélögum og Sölufélagi garðyrkjumanna, sem vann að undirbúningi sérstakrar vottunar. Í fyrstu verður verkefnið tilraunaog þróunarverkefni afmarkað við grænmetisframleiðslu en vonir standa til að vottunin „Í góðu lagi“ geti náð útbreiðslu til fleiri greina ef vel tekst til.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...