Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hvítur æðarungi í lófa.
Hvítur æðarungi í lófa.
Mynd / Árni R. Örvarsson
Fréttir 8. júlí 2021

Snæhvítir æðarungar komu í heiminn á Hraunum í Fljótum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Árna R. Örvarssyni brá nokkuð í brún nýlega þegar hann var að ganga um æðarvarpið sitt og fjölskyldunnar að Hraunum í Fljótum en þar er æðarvarp með um 3.000 æðarkollum. Árni lýsir því sem gerðist þannig:

„Já, á göngu minni einn daginn þar sem ég fór yfir varpið í síðasta sinn að safna dún, ramba ég á ósköp venjulega æðarkollu á hreiðri. Kollan fer af hreiðri þegar ég nálgast og við mér blasa tveir, snæhvítir æðarungar og mig rak í rogastans, þetta hafði ég ekki séð áður. Ég aflaði mér upplýsinga og samkvæmt fuglafræðingi hjá Náttúrufræðistofnun er þetta afar sjaldgæft að finna hvítan æðarfugl eða unga og því mjög merkilegt þegar slíkt gerist,“ segir Árni, ánægður með nýju, hvítu ungana sína.

Hvít æðarsystkini í hreiðri á Hraunum í Fljótum. Að sögn fuglafræðings Náttúrufræðistofnunar þykir slíkt afar sjaldgæft. Sennilega er þá enn sjaldgæfara að það finnist fleiri en einn hvítur æðarungi í sama hreiðrinu.

Skylt efni: æðarvarp | æðarfugl

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...