Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sleipnisbikarinn var afhentur Háskólanum á Hólum til varðveislu við hátíðlega athöfn 28. október síðastliðinn.
Sleipnisbikarinn var afhentur Háskólanum á Hólum til varðveislu við hátíðlega athöfn 28. október síðastliðinn.
Mynd / BÍ
Fréttir 4. nóvember 2022

Sleipnisbikarinn kominn á Hóla

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Bændasamtök Íslands afhentu Háskólanum á Hólum Sleipnisbikarinn til varðveislu.

Verðlaunagripurinn er æðsta viðurkenning sem veitt er í hrossarækt og hlýtur sá stóðhestur sem efstur stendur í heiðursverðlaunum fyrir afkvæmi á landsmóti. Fyrstur til að hljóta verðlaunin var Skuggi frá Bjarnanesi á landbúnaðarsýningunni 1947. Í sumar var Sjóður frá Kirkjubæ verðlaunaður og var það í 26. skipti sem farandgripnum var úthlutað.

Bændasamtökin verða áfram eigendur gripsins en Háskólanum á Hólum verður falið að vernda bikarinn og hafa sýnilegan milli landsmóta. Hann verður varðveittur í sýningarsal Söguseturs íslenska hestsins á Hólum. Við afhendingu gripsins og undirskrift samnings um varðveislu hans var haldin athöfn á Hólum. Hólmfríður Sveinsdóttir rektor og Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, fluttu ávörp í tilefni þess.

Þó svo að fyrsta afhending Sleipnisbikarsins hafi verið árið 1947 á Íslandi má rekja sögu hans aftur til 19. aldar. Á honum kemur fram að hann hafi verið smíðaður í London á valdatíma Viktoríu drottningar og fyrst veittur sem verðlaunagripur í kappreiðum árið 1857. Íslenskur útgerðarmaður keypti hann á uppboði í London á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og keyptu íslenska ríkið og Búnaðarfélag Íslands bikarinn af honum.

Verðmæti bikarsins er mikið, en hann er sérlega vandað handverk og búinn til úr fjórum kílóum af hreinu silfri.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...