Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skútustaðahreppur hefur keypt jörðina Kálfaströnd, 1 og 2 af Elínu Einarsdóttur. Auk þess fasteignir sem jörðinni fylgja, en kaupverðið er 140 milljónir. Stærð jarðarinnar er um 1.500 hektarar.
Skútustaðahreppur hefur keypt jörðina Kálfaströnd, 1 og 2 af Elínu Einarsdóttur. Auk þess fasteignir sem jörðinni fylgja, en kaupverðið er 140 milljónir. Stærð jarðarinnar er um 1.500 hektarar.
Mynd / Skútustaðahreppur - Loftmyndir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfaströnd 1 og Kálfaströnd 2) við eiganda hennar, Elínu Einarsdóttur. Skútustaðahreppur kaupir jörðina og fasteignir sem henni fylgja á 140 milljónir.

Stærð jarðarinnar er um 1.500 hektarar og er hún meðal stærstu veiðiréttarhafa í Mývatni. Kálfaströnd á land að Höfða, sem er í eigu Skútustaðahrepps og er vinsælt útivistarsvæði Mývatnssveitar.

Viðræður um kaupin hafa staðið yfir frá vordögum 2021, með hléum. Það er sameiginleg framtíðarsýn kaupanda og seljanda að sveitarfélagið Skútustaðahreppur muni um ókomna tíð stuðla að vernd náttúru Kálfastrandar, að því er fram kemur í frétt á vef Skútustaðahrepps. „Sameiginleg framtíðarsýn felur jafnframt í sér að almenningur eigi þess kost að njóta náttúru jarðarinnar á grundvelli skipulags. Skútustaðahreppur mun vinna að þróun skipulags og innviðauppbyggingar á Kálfaströnd í samræmi við þessa framtíðarsýn,“ segir enn fremur.

Aukið aðgengi að náttúruperlum

Fram kemur að með kaupunum opnast sveitarfélaginu möguleikar til að gefa íbúum og gestum aukið aðgengi að náttúruperlunni Mývatni á grundvelli langtíma skipulags og byggja upp stefnumiðað samstarf við menntastofnanir, stofnanir ríkisins, sjóði á sviði náttúruverndar og innviðauppbyggingar og aðra sem láta sig einstaka náttúru Mývatnssveitar varða. Kaupin gefa sveitarfélaginu jafnframt aðgang að húsakosti sem nýst getur áhaldahúsi og stutt við byggðaþróun sveitarfélagsins. 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...