Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 0 ára.
Óli Finnsson, eigandi og ræktunarstjóri í garðyrkjustöðinni Heiðmörk, heldur utan um verkefnið „Brautryðjendur í garðyrkju“.
Óli Finnsson, eigandi og ræktunarstjóri í garðyrkjustöðinni Heiðmörk, heldur utan um verkefnið „Brautryðjendur í garðyrkju“.
Mynd / Aðsend
Fréttir 5. desember 2024

Skrásetja sögu brautryðjenda

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sögur brautryðjenda í garðyrkju varpa ljósi á þá miklu þróun sem hefur átt sér stað í íslenskri garðyrkjuframleiðslu á undanförnum áratugum.

Deild garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands mun á næstu vikum birta viðtöl við brautryðjendur í íslenskri garðyrkju. Óli Finnsson, eigandi og ræktunarstjóri í garðyrkjustöðinni Heiðmörk, heldur utan um verkefnið.

Dýrmæt þekking

Hann segir tilganginn að heiðra þá frumkvöðla sem gert hafa íslenska garðyrkju að þeirri þekkingargrein sem hún er í dag.

„Íslensk garðyrkja á sér stutta sögu miðað við annan landbúnað hér á landi. Fyrir hundrað árum síðan, eða árið 1924, hófst ræktun í fyrsta atvinnugróðurhúsinu í Mosfellsdalnum. Á síðustu fjörutíu árum hafa miklar tæknibyltingar átt sér stað sem hefur gert íslenskum garðyrkjubændum kleift að stunda heilsársræktun á grænmeti og blómum í gróðurhúsum og rækta harðgerðar garð- og skógarplöntur sem þrífast á Íslandi,“ segir Óli.

Hann segir þá garðyrkjubændur sem starfað hafa við greinina undanfarna áratugi búa yfir dýrmætri þekkingu sem honum og öðrum í stjórn deildar garðyrkjubænda þótti vert að skrásetja með viðtölunum.

Sjálfur tók hann við sinni garðyrkjustöð árið 2021. „Mikið hefur verið rætt um kynslóðaskipti og nauðsyn þess að fá inn ungt fólk í greinina. Þá hefur búum verið að fækka og þau sem eftir verða að stækka. Hver garðyrkjustöð hefur að sama skapi verið að sérhæfa sig og því mjög sérhæfð þekking sem byggist upp á hverju garðyrkjubúi. Þá er mjög mikilvægt fyrir nýliða í greininni að fræðast um þá sem ræktað hafa íslenska garðyrkju á undanförnum áratugum til að læra af þeim svo þeir geti gert betur fyrir komandi kynslóðir.“

Pálmi Jónasson.
Margir við það að hætta störfum

Pálmi Jónasson, rithöfundur og blaðamaður, tekur viðtölin og vinnur handritin fyrir vefinn en meðal viðmælenda eru garðyrkjubændur sem eru að hætta störfum.

Þeirra á meðal eru Bergvin Jóhannsson í Áshóli, Gunnar Þorgeirsson og Sigurdís Edda Jóhannesdóttir í Ártanga og Eiríkur Ágústsson og Olga Lind Guðmundsdóttir í Silfurtúni.

Þá má nálgast útdrátt úr viðtali við Hólmfríði Geirsdóttur í Jarðarberjalandi í Reykholti hér í blaðinu. Viðtölin má nálgast á vef búgreinadeildar garðyrkjubænda á bondi.is.

– Sjá nánar á síðu 26. í nýju Bændablaði

Skylt efni: Garðyrkja

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...