Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Skæð fuglaflensa aftur komin á kreik
Mynd / Pixabay
Fréttir 9. október 2025

Skæð fuglaflensa aftur komin á kreik

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Fuglainflúensa hefur greinst í villtum fuglum, nú við Blönduós og á Sauðárkróki.

Skæð fuglainflúensa af gerðinni H5N5 hefur greinst í villtum máfum og andfuglum á norðvesturhluta landsins og er því aukin smithætta fyrir alifugla og aðra fugla í haldi frá villtum fuglum.

Fyrir skömmu fundust á annan tug stormmáfa og hettumáfa dauðir í fjöru við Blönduós. Sýni voru tekin og í þeim greindist skæð fuglainflúensa af gerðinni H5N5. Sama gerð skæðrar fuglainflúensu H5N5 greindist einnig í önd sem fannst dauð á Sauðárkróki á dögunum. Smitið var staðfest af Tilraunastöð HÍ í meinafræði á Keldum í kjölfarið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Varkárni sé viðhöfð

Um er að ræða fyrstu staðfestu smitin þetta haustið. Þessi gerð fuglainflúensuveiru, HPAI H5N5, greindist einnig hérlendis síðasta vetur. Segir að óljóst sé hvort fuglarnir á Blönduósi hafi smitast af farfuglum eða hvort smit hafi leynst í villta íslenska fuglastofninum síðan í vor. Á þessu stigi máls sé jafnframt lítið vitað um útbreiðslu.

Áhættumatshópur muni endurmeta smithættu fyrir alifugla og aðra fugla í haldi í ljósi þessara greininga, en ljóst sé að fuglaeigendur þurfi að tryggja öflugar smitvarnir við umgengni á sínum fuglahópum og vera vel vakandi fyrir sjúkdómseinkennum í fuglum eða óeðlilegum dauða í þeim.

Tilkynna um veika og dauða fugla

Veiðimenn eru hvattir til að sýna varkárni við veiðar og verkun villtra fugla. Ekki skal veiða fugla og nýta til matar sem haga sér óeðlilega eða eru sjáanlega veikir/slappir. Fuglar sem virðast heilbrigðir geta líka verið smitaðir af fuglainflúensu. Matvælastofnun hefur gefið út leiðbeiningar fyrir veiðimenn um meðhöndlun allra veiddra fugla á tímum fuglainflúensu.

Tilkynna skal tafarlaust til Matvælastofnunar ef grunur vaknar um óvenjuleg veikindi eða dauðsföll meðal fugla.

Þá er verið að rannsaka hvort orsakasamhengi sé milli fuglaflensu og nokkurra hvala, andanefja og hnúfubaks, sem undanfarið hefur rekið á fjörur allt frá norðanverðum Vestfjörðum til Öxarfjarðar.

Skylt efni: fuglaflensa

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f