Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sjávarmál hækkaði um 8 sentímetra frá 1992
Fréttir 16. september 2016

Sjávarmál hækkaði um 8 sentímetra frá 1992

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hnattfræðingar á vegum geimvísindastofnunarinnar Nasa segja að hlýnandi veðurfar á jörðinni og bráðnun íss hafi valdið talsverðri hækkun sjávar síðustu 50 ár. Hækkunin frá 1992 er 8 sentímetrar.

Vísindamenn Nasa segja að ekkert bendi til að hægja muni á hækkun sjávar í bráð og að flest bendi til að hún eigi eftir að aukast á næstu árum.

Árið 2013 spáði nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna því að hækkun sjávar fyrir næstu aldamót gæti verið á bilinu 0,3 til 0,9 metrar. Nýja rannsóknir og vísbendingar benda til að hækkunin muni verða við hærri mörk spárinnar. Auk þess sem hækkun er örari núna en fyrir 50 árum.

Í umfjöllun Nasa segir að hækkun sjávar sé ekki sú sama alls staðar í heiminum. Þeir gera ráð fyrir að hún verði mikil í Kyrrahafi á næstu árum og að það eigi eftir að hafa umtalsverðar afleiðingar í för með sér fyrir íbúa á vesturströnd Bandaríkjanna.

Hækkandi sjávarstaða hefur mikil áhrif á náttúru og allt líf við sjávarsíðuna, auk þess verður ölduhæð meiri og áhrifa þeirra gætir lengra inn í land í stórviðrum.

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...