Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og Garðar H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins.
Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og Garðar H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins.
Fréttir 11. janúar 2022

Samkomulag um að efla eldvarnir í landbúnaði

Höfundur: ehg

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna og Garðar H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins hafa undirritað samstarfssamning um að efla eldvarnir í landbúnaði.

Samstarfið nær til eldvarna á heimilum félagsmanna BÍ, eldvarna í úti- og gripahúsum, gróðurhúsum og öðrum mannvirkjum sem tengjast búrekstri ásamt varna gegn gróðureldum. Samkomulagið gildir til loka árs 2022.

Ráðist í margskonar aðgerðir

Í samkomulaginu felast ýmsar aðgerðir til að ná sem best til félagsmanna Bændasamtakanna og tryggja um leið að eldvarnir í sveitum landsins verði eins og best verður á kosið. Helstu aðgerðir eru eftirfarandi:

  • Aðilar senda öllum félagsmönnum BÍ sameiginlegt bréf um mikilvægi þess að tryggja góðar eldvarnir á búi og heimili. Í bréfinu verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum könnunar á eldvörnum í dreifbýli sem Gallup gerði fyrir Eldvarnabandalagið. Bréfinu fylgir fræðsluefni um eldvarnir.
  • Aðilar útbúa reglulega greinar um eldvarnir til birtingar í viðeigandi fjölmiðlum og koma upplýsingum um eldvarnir á framfæri með öðrum hætti.
  • Kannaður verður af beggja hálfu möguleiki á að fjármagna gerð og birtingu auglýsinga um eldvarnir og mikilvægi þeirra.
  • Aðilar kanna hvort bæta megi fræðslu um eldvarnir og öryggi í LbhÍ, meðal annars með endurmenntunarnámskeiði.
  • Aðilar vinna saman að því að halda fræðsluerindi um eldvarnir á vettvangi búnaðarsambanda og í gegnum streymi. Útbúið verður staðlað og hæfilega langt erindi í þessu skyni. Óskað verður eftir samstarfi við Félag slökkviliðsstjóra um þátttöku.
  • Kannaðir verða möguleikar á að söluaðilar viðurkennds eldvarnabúnaðar veiti félagsmönnum BÍ hagstæð kjör í tengslum við samstarfið og verður athygli þeirra þá sérstaklega vakin á því.
  • Tekið verður tillit til eldvarna í stefnumótunarvinnu Bændasamtakanna.
  • Aðrar hugsanlegar aðgerðir sem aðilar ákveða sameiginlega að ráðast í á samningstímanum auk þeirra sem að framan greinir.

Skylt efni: eldvarnir

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...