Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ríkið endurgreiði Stjörnugrís 39 milljónir með vöxtum vegna álagningar búnaðargjalds
Fréttir 14. janúar 2016

Ríkið endurgreiði Stjörnugrís 39 milljónir með vöxtum vegna álagningar búnaðargjalds

Höfundur: Vilmundur Hansen

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í síðustu viku að mestu leyti á kröfu Stjörnugríss í máli fyrirtækisins gegn íslenska ríkinu vegna álagningar búnaðargjalds.

Samkvæmt dómnum er ráðstöfun búnaðargjalds til Bændasamtakanna, búnaðarsambanda og búgreinafélaga í tilviki Stjörnugríss ekki talin standast lög en ráðstöfun þess hluta sem rennur til Bjargráðasjóðs er hins vegar talin standast. Málið var dómtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur 1. desember síðastliðinn.

Stefnandi gerði þá kröfu í málinu að stefndi endurgreiði honum það búnaðargjald sem á hann var lagt og innheimt af honum á árunum 2010 til 2014, samtals 51.965.882 krónur. Byggði hann kröfuna á því að álagning gjaldsins væri ólögmæt auk þess sem hún bryti í bága við ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu og ákvæði stjórnsýslulaga.

Í dómnum segir að stjórnarskrá landsins banni að maður eða lögpersóna sé skylduð til aðildar að félagi. Ákvæði stjórnarskrárinnar stendur því vörð um réttinn til að standa utan félaga. Stefnandi hefur ekki verið skyldaður til að gerast formlegur aðili að Bændasamtökum Íslands, búnaðarsambands eða búgreinafélags. Honum er hins vegar gert skylt í formi skattálagningar að greiða búnaðargjald sem að lögum er ráðstafað til þessara félaga óháð vilja stefnanda til aðildar að þeim og án tillits til afstöðu hans til markmiða og áherslna í starfsemi þeirra.

Endurgreiða 39 milljónir með vöxtum

Samkvæmt dómsorði er íslenska ríkinu gert að greiða Stjörnugrís hf. 38.974.412 krónur með vöxtum. Stefnda ber að greiða stefnanda 1.500.000 krónur í málskostnað.

Kannast ekki við að vera aðili að BÍ

Í stefnunni segir að stefnandi sé hlutafélag sem var stofnað árið 1967. Samkvæmt samþykktum félagsins er tilgangur þess búrekstur og landbúnaður auk þess sem kaup og sala fasteigna og verðbréfa, fasteignarekstur og önnur skyld starfsemi fellur undir tilgang félagsins. Stefnandi kveðst starfrækja svínabú á nokkrum stöðum á landinu. Þar ræktar hann svín en annast jafnframt slátrun þeirra auk vinnslu og sölu á afurðunum.

Stefnandi kveðst vera aðili að Svínaræktarfélagi Íslands en kannast hins vegar ekki við að vera aðili að Bændasamtökum Íslands. Í stefnu kemur fram að eftir því sem næst verði komist sé stefnandi aðili að Búnaðarsambandi Kjalarnesþings.

Við aðalmeðferð málsins kvað fyrirsvarsmaður stefnanda sér ekki vera kunnugt um starfsemi búnaðarsambandsins og kannaðist ekki við að stefnandi væri aðili að því. Þá kom fram í máli hans að stefnandi sækti enga þjónustu til Bændasamtakanna eða búnaðarsambandsins og kannaðist ekki við að stefnandi hefði notið nokkurra réttinda frá þeim. Þá telur hann áherslur í starfsemi Bændasamtaka Íslands ekki fara saman við hagsmuni stefnanda og ganga gegn sannfæringu fyrirsvarsmanna félagsins.

Stefnandi kveðst hafa greitt búnaðargjald frá setningu laga nr. 84/1997. Samkvæmt 1. gr. laganna skal innheimta sérstakt búnaðargjald af búvöruframleiðendum eins og þeir eru skilgreindir í lögunum.

Bændasamtök Íslands með dóminn í skoðun

Sigurður Eyþórsson, fram­kvæmda­stjóri Bændasamtaka Íslands, segist hafa beðið lögfræðing BÍ að fara nánar yfir dóminn og taka saman helstu atriði hans.

„Búast má við því að málinu verði áfrýjað en það er í valdi atvinnuvegaráðuneytisins að ákveða slíkt eftir því sem embætti ríkislögmanns tjáir mér,“ segir Sigurður. Frestur til þess er þrír mánuðir.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...