Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá afhendingu viðurkenninga í Eyjafjarðarsveit, frá vinstri eru Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri, Eggert Eggertsson, staðarhaldari að Laugarborg, Anna Guðmundsdóttir og Páll Ingvarsson á Reykhúsum ytri og þá Hákon Bjarki Harðarson, formaður umhverfisn
Frá afhendingu viðurkenninga í Eyjafjarðarsveit, frá vinstri eru Ólafur Rúnar Ólafsson sveitarstjóri, Eggert Eggertsson, staðarhaldari að Laugarborg, Anna Guðmundsdóttir og Páll Ingvarsson á Reykhúsum ytri og þá Hákon Bjarki Harðarson, formaður umhverfisn
Mynd / Eyjafjarðarsveit
Fréttir 9. ágúst 2016

Reykhús ytri og Laugarborg hlutu viðurkenningar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Ábúendur að Reykhúsum ytri og staðarhaldari í Laugaborg tóku á móti umhverfisverð- launum Eyjafjarðarsveitar fyrir tímabilið 2015 til 2017 nú nýverið. Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar eru afhent annað hvert ár. Markmiðið er að sýna þakklæti fyrir lofsvert framtak til fegrunar umhverfisins og auka umhverfisvitund íbúa sveitarfélagsins.

Hákon Bjarki Harðarson, formaður umhverfisnefndar, afhenti verðlaunin en þau hlutu að þessu sinni Anna Guðmundsdóttir og Páli Ingvarsson á Reykhúsum ytri og hins vegar Laugarborg vegna framlags þeirra til umhverfismála og fegrunar umhverfis.

Rækta jólatré

Anna og Páll hafa í áranna rás látið skógrækt mjög til sín taka og hafa gengið vasklega fram á þeim vettvangi. Þau hafa aflað sér mikillar þekkingar á skógrækt, meðal annars með því að sækja fjölmörg námskeið. Þau hafa með margvíslegum hætti tekið þátt í starfi skógræktarfélaga auk þess að hafa kappkostað að gera skógarsvæðið í landi sínu aðgengilegt með grisjun og stígalagningu. Meðal áhugaverðustu verkefna þeirra þessi misserin er jólatrjá- rækt og má jafnvel gera ráð fyrir að skógrækt Reykhúsahjóna nái inn í stofur Eyfirðinga þegar á næstu jólum.

Einstök natni og metnaður

Eggert Eggertsson, staðarhaldari að Laugarborg, hefur undanfarin ár sýnt einstaka natni og metnað við fegrun og viðhald Laugarborgar svo tekið er eftir. Laugarborg er áberandi hús í sveitarfélaginu þar sem það stendur og mikilsvert fyrir umhverfið að sómi sé að byggingunni. Tónleikahald hefur löngum verið helsta hlutverk Laugarborgar, en nú hefur húsið í vaxandi mæli orðið eftirsóttara fyrir hvers kyns samkomur og veisluhöld, svo sem brúðkaup og fermingar og mikið um að vera í sumar hjá Eggerti. Ekki er um að efast að framlag hans er snar þáttur í betri nýtingu hússins. Því er umhverfisverðlaunum vel fyrir komið hjá Laugarborg.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...