Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ræktun á hampi eykst í löndum Evrópusambandsins
Fréttir 6. júní 2016

Ræktun á hampi eykst í löndum Evrópusambandsins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýútgefinni skýrslu Iðnaðar­hampssamtaka Evrópu (EIHA) hefur ræktun á iðnaðarhampi aukist mikið síðastliðin fimm ár. Mest er framleiðslan á trefjum, fræjum til framleiðslu á hampolíu og blómum til lyfjagerðar.

Samkvæmt skýrslunni jókst ræktun á iðnaðarhampi mikið á árunum 2011 til 2015 enda hampjurtin til margra hluta nytsamleg. Trefjar sem unnar eru úr stönglum plöntunnar eru notaðar í textíliðnaði, til pappírsgerðar, og til framleiðslu á einangrun í hús og bifreiðar. Úr fræjunum, sem líkjast litlum hnetum, er unnin olía til matargerðar og þau eru seld sem gæludýrafóður. Blómin eru aftur á móti mest notuð til lyfjagerðar.

Ræktun á iðnaðarhampi var leyfð í flestum löndum Evrópusambandsins á árunum 1993 til 1996. Árið 1994 var hampur ræktaður á um 8.000 hekturum innan ESB en ræktunin var komin í 25.000 hektara á síðasta ári og talið að hún muni aukast talsvert á komandi árum.

Stærstu framleiðendur iðnaðar­hamps í Evrópu eru Frakkar og Hollendingar en Rúmenía fylgir þar fast á eftir. Mestur er vöxturinn í framleiðslu á hampfræjum til olíugerðar og blómum fyrir lyfjaiðnaðinn.
Skýrslan sem kallast The European Hemp Industry: Cultivation, processing and applications for fibres, shivs, seeds and flowers var saminn í tengslum við þrettánda alheimsþing ræktenda iðnaðarhamps sem haldið var fyrir skömmu í Köln í Þýskalandi. Um 250 þátttakendur frá 40 löndum sóttu þingið.

Skylt efni: Evrópusambandið | hampur

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...