Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Það er til mikils að vinna að bæta vetrarþjónustu á Norðurlandi. Áfangastaðir eins og Hvítserkur, Dettifoss og Ásbyrgi eru eftirsóttir meðal erlendra ferðamanna en vetrarsamgöngur að þeim eru óviðunandi.
Það er til mikils að vinna að bæta vetrarþjónustu á Norðurlandi. Áfangastaðir eins og Hvítserkur, Dettifoss og Ásbyrgi eru eftirsóttir meðal erlendra ferðamanna en vetrarsamgöngur að þeim eru óviðunandi.
Mynd / Markaðsstofa Norðurlands
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. Eins og staðan er nú er hún óviðunandi á nokkrum vinsælum ferðamannastöðum á svæðinu. Þar má nefna nýopnaðan Demantshring þar sem nýr og uppbyggður vegur var opnaður frá Dettifossi og að Ásbyrgi í fyrra og einnig Vatnsnesveg að Hvítserk.

Stjórn Markaðsstofu Norðurlands hefur sent frá sér ályktun þar sem vakin er athygli á því hve slæm vetrarþjónusta er hér og hvar um norðanvert landið. „Ástandið er í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda um jafna árstíðasveiflu í ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan hefur upplifað mikil áföll undanfarin misseri og ríður á vaðið að ryðja úr vegi hindrunum sem koma í veg fyrir viðspyrnu í greininni, enda eykur góð vetrarþjónusta líkurnar á verðmætasköpun í ferðaþjónustu. Skortur á vetrarþjónustu stofnar öryggi vegfarenda í óþarfa hættu og ætti að vera forgangsmál að bæta þar úr til að tryggja öryggi og upplifun gesta og íbúa,“ segir í ályktuninni.

Í markaðssetningu á áfangastaðnum Norðurlandi skipta samgöngur gríðarlega miklu máli og þá sérstaklega með tilliti til vetrarferðaþjónustu. Áfangastaðir á borð við Hvítserk, Dettifoss og Ásbyrgi eru eftirsóttir hjá erlendum ferðaskrifstofum og ferðamönnum allan ársins hring. MN hefur fundið fyrir þessum mikla áhuga á ferðakaupstefnum erlendis og því er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarþjónustu á Norðurlandi.

Stjórn Markaðsstofu Norðurlands skorar á ríkisvaldið að bæta til muna vetrarþjónustu á vinsælum ferðamannastöðum á svæðinu og horfa þar sérstaklega til nýopnaðs Demantshrings og Vatnsnesvegar að Hvítserk. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...