Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ónýt felga sem á hafði verið mjög lágt dekk og ekið var á stein, dekkið var í lagi en felgan er ónýt og ekki hægt að laga.
Ónýt felga sem á hafði verið mjög lágt dekk og ekið var á stein, dekkið var í lagi en felgan er ónýt og ekki hægt að laga.
Fréttir 13. apríl 2022

Árlegur vordekkjapistill

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson - liklegur@internet.is

Í gegnum árin hef ég verið nei­kvæður út í stórar felgur og lág dekk undir bílum, þ.e.a.s. dekk sem eru með lágan prófíl og fjaðra lítið sem ekkert í holum og ójöfnum, t.d. hér í prófunarpistlunum mínum á bílum á síðunni hér til hliðar þar sem fjallað er um nýja bíla og tæki.

Það er engin furða að ég sé neikvæður út í svona dekk, en vegakerfið sem við búum við er ekki „fýsilegt“ fyrir dekk með litla fjöðrun. Það er vissulega fallegt fyrir augað að sjá bíl á stórum felgum, en fyrir mér er það bara fáránleiki og heimska að stækka felgur undir bílum á Íslandi í því „holu-vegakerfi“ sem við búum við.

Hvað þýðir dekkjastærðin undir bílnum?

Einhver fáránlegasta talnaruna sem fyrirfinnst er heiti dekkja, tökum dæmi: 

  • 225/50/18 (dekk sem ég vil meina að eigi ekkert erindi á íslenska vegi).
  • 225 stendur fyrir 22,5 cm breidd á dekki,
  • 50 stendur fyrir 50% af 22,5 cm sem er hæð dekksins og myndi vera 11,25 cm. Það er ekki mikil fjöðrun úr slíku dekki.
  • 18 er felgustærðin mæld í tommum.

Sem sagt þrjár mismunandi tölur lesnar út úr dekkja­stærð = cm, %, tommur, engin furða að fólk átti sig ekki á hvað dekkjastærð gengur út á.

Fyrir mér þá finnst mér aðalatriðið að miðjutalan sé sem hæst. Það er að segja að hæð dekksins frá felgu að snertifleti við jörð sé sem mest og fari helst aldrei niður fyrir 60% af slitfleti dekks.

Ef við tökum jafn breitt dekk og hér að ofan og segðum að það héti 225/75/18 þá værum við komin með dekk sem væri komið í 16 cm hæð frá slitfleti og að felgu. Slíkt dekk gefur betri fjöðrun en fyrra dekkið og hentar betur til að taka högg þegar ekið er í holur og ójöfnur. 

Fæðingarvottorð dekks, vika 5 árið 2016, of gamalt til að selja.

Líftími dekkja er ekki nema 6 ár

Fær einkunn C í sparneytni, B í bleytu og gefur 70db. hávaða, en flokkast í A flokk dekkja samt.

Flestir betri dekkjaframleiðendur taka ábyrgð á sinni framleiðslu í almennt nálægt 90 mánuði. Ekki ósvipað og bílar sem eru með 3-7 ára ábyrgð. Eftir þann tíma eru dekk farin að missa grip, bremsueiginleika og annað sem þeim er ætlað að gera þar sem að rakastig dekkja minnkar með árunum.

Til að sjá hvað dekk er gamalt eru flestir dekkjaframleiðendur með framleiðsluviku og ár á hlið dekksins, sporöskjulaga ramma með fjórum tölustöfum. Fyrstu tveir tölustafirnir eru vika ársins og seinni tvær er ártalið. Þannig að ef á dekki stendur 0516 þá var dekkið framleitt í fimmtu viku ársins 2016. Það er því orðið meira en sex ára og ekki lengur í ábyrgð frá framleiðanda. Flestir dekkjainnflytjendur á Íslandi passa upp á að svona gömlum dekkjum sé fargað og þau fari ekki í sölu.

Val á dekkjum getur verið erfitt, en hvað viltu að dekkið geri?

Flestir sem eru að kaupa dekk hugsa fyrst og fremst út í verð og endingu, en nútímakröfur hjá mörgum er að dekkin spari eldsneyti, séu ekki hávaðasöm og gefi gott grip í rigningu og bleytu. Á límmiða utan á dekkjum eru uppgefin númer og bókstafir um gæði dekkja við ofangreind atriði og flokkast þannig dekk í að vera A-, B- eða C-dekk. Síðan eru það rafmagnsbílarnir sem eru almennt þyngri bílar en hefðbundnir fólksbílar og ættu að vera á sérstyrktum „rafmagnsbíladekkjum“, en þau dekk eru ekki alls staðar til. Því þarf að nota dekk sem oft þola illa þann þunga sem er í rafmagnsbílum. Þau endast ekki eins vel, eyða meira rafmagni og eru í meiri hættu á að höggvast í sundur á hliðinni þegar ekið er í djúpa holu eða á hvassa brún.

Hugsaðu vel um dekkin og þá endast þau

Til að dekkin endist sem lengst þá þarf að hugsa vel um þau. Réttur loftþrýstingur er þar númer eitt.  Aldrei á að vera of lítill þrýstingur. Betra að það sé 1-2 psi. of mikið í dekkjunum. Í flestum bílum er réttur loftþrýstingur uppgefinn í hurðarfalsinu á bílstjórahurðinni. Á örfáum bílum er þessi miði inni í ytra bensínlokinu.

Gott ráð er að víxla fram- og afturdekkjum á um 5.000 km millibili. Persónulega reyni ég að fá mér mjúk dekk sem gefa gott grip við flestar aðstæður og heyrist ekki hátt í. Ég víxla fram og aftur á um 2.000-5.000 km fresti, en mjúk dekk með miklu gripi endast styttra og eru oft að eyða aðeins meira af eldsneyti.

Það getur reynst erfitt að fá allt fyrir ekkert, en ég kýs veggrip fram yfir endingu.

Skylt efni: vordekk | dekk

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...