Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýverið hefur verið sýnt fram á að plast hafi fundið sér leið í kjöt, blóð og mjólk búpenings.
Nýverið hefur verið sýnt fram á að plast hafi fundið sér leið í kjöt, blóð og mjólk búpenings.
Mynd / Henry&co
Fréttir 15. ágúst 2022

Örplast í matvælum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nýverið voru birtar niðurstöður frumrannsóknar þar sem kannað var hvort plast fyndist í búpeningi í Hollandi.

Við rannsóknarvinnuna fannst örplast í sýnum sem voru tekin úr kjöti, blóði og mjólk. Einnig voru tekin sýni úr gróffóðri og kjarnfóðri sem innihéldu örplast. Rannsóknin var framkvæmd af vísindamönnum við Frjálsa háskólann í Amsterdam.

Fram að þessu hafði ekki verið kannað hvort örplast sé að finna í áðurgreindum landbúnaðarvörum, því er þetta fyrsta rannsóknin sem sýnir þessar niðurstöður.

Vísindamennirnir beindu ekki sjónum sínum að því með hvaða leið örplastið ratar í þau sýni sem voru tekin eða hvort það hefði einhver skaðleg áhrif, heldur var markmiðið það eitt að athuga hvort það væri til staðar.

Rannsóknaraðilarnir taka fram að þörf sé á frekari rannsóknum á þessu sviði, en þessar fyrstu niðurstöður veki ákveðinn ugg. 

Skylt efni: utan úr heimi

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...