Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ólíklegt að skortur verði á eggjum fyrir jól
Fréttir 29. nóvember 2016

Ólíklegt að skortur verði á eggjum fyrir jól

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stærstu verslanakeðjur landsins og fleiri verslanir hafa tekið egg frá Brúneggjum úr sölu eftir umfjöllun Kastljóss fyrr í vikunni. Þar sem markaðshlutdeild Brúneggja er nokkuð stór hefur komið upp kvittur um hugsanlegan skort á eggjum fyrir jólin.

Samkvæmt því sem kom fram í Kastljósi hafa Brúnegg verið með um 20% markaðshlutdeild á eggjamarkaði þrátt fyrir að fyrirtækið hafi selt egg á 40% hærra verði en aðrir framleiðendur. Það var gert í skjóli þess að eggin voru merkt sem vistvæn. Samkvæmt upplýsingum Bændablaðsins mun markaðshlutdeild fyrirtækisins nær því að vera tæp 15%.

Í framhaldi af því að stærstu verslanakeðjur landsins og fleiri verslanir hafa hætt að selja egg frá Brúneggjum í framhaldi af umfjöllun Kastljóss hafa heyrst raddir sem telja að skortur verði á eggjum á næstunni.

Framleiðendur munu anna eftirspurn

Þorsteinn Sigmundsson, eggjaframleiðandi á Elliðahvammi og formaður Félags eggjaframleiðanda, telur litlar líkur á að framleiðendur nái ekki að anna eftirspurn eftir eggjum fyrir jólin þrátt fyrir að egg frá Brúneggjum séu tekin af markaði. „Eggjaframleiðendur hafa keyrt framleiðslu sína á fullu frá því í vor til að framleiða egg fyrir erlenda ferðamenn og ekki enn farnir að draga hana saman þannig að ég held að þetta eigi að sleppa.

Sala á eggjum er mest frá og með júní til september og svo um jólin þannig að fólk þarf ekkert að óttast skort eða fara að hamstra eggjum.“

Ítrekaðar athugasemdir MAST

Í umfjöllun Kastljóss um illa meðferð Brúneggja á varphænum kom fram að Matvælastofnun gerði ítrekaðar athugasemdir við aðbúnað dýranna og að fyrirtækið hafi brugðist seint og illa við athugasemdum stofnunarinnar um að bæta aðbúnað.

Í umfjöllun Kastljós kom einnig fram að Brúnegg hafa merkt framleiðslu sína sem vistvæna framleiðslu í mörg ár án þess að hafa til þess vottun og þannig blekkt neytendur til fjölda ára.

Hætta að selja egg frá Brúneggjum

Bæði þessi atriði hafa vakið upp gríðarlega hörð viðbrögð neytenda. Verslanir Krónunnar, Bónus, Hagkaupa og Melabúðin, hafa allar lýst því yfir að þær séu hættar að selja egg frá Brúneggjum eftir umfjöllun Kastljóss.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...