Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Vegna veikinda náðist ekki mynd af allri stjórn SAFL á nýliðnum aðalfundi. Meðfylgjandi er mynd af stjórninni frá því í fyrra. Talið frá vinstri: Úlfur Blandon, Eggert Árni Gíslason, Steinþór Skúlason, Sigurjón Rafnsson, Pálmi Vilhjálmsson og Gunnlaugur Karlsson. Á myndina vantar Ágúst Torfa Hauksson.
Vegna veikinda náðist ekki mynd af allri stjórn SAFL á nýliðnum aðalfundi. Meðfylgjandi er mynd af stjórninni frá því í fyrra. Talið frá vinstri: Úlfur Blandon, Eggert Árni Gíslason, Steinþór Skúlason, Sigurjón Rafnsson, Pálmi Vilhjálmsson og Gunnlaugur Karlsson. Á myndina vantar Ágúst Torfa Hauksson.
Mynd / SAFL
Fréttir 22. maí 2025

Óbreytt stjórn hjá SAFL

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Aðalfundur Samtaka fyrirtækja í landbúnaði (SAFL) var haldinn 8. maí sl. í Húsi atvinnulífsins.

Kjör í sjö manna stjórn samtakanna fór fram á aðalfundinum. Allir stjórnarmenn gáfu áframhaldandi kost á sér og bárust engin mótframboð og helst stjórnin því óbreytt. Sigurjón Rúnar Rafnsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, heldur áfram sem formaður samtakanna og Pálmi Vilhjálmsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, verður varaformaður.

Meðstjórnendur eru Ágúst Torfi Hauksson hjá Kjarnafæði Norðlenska, Eggert Árni Gíslason hjá Mata, Gunnlaugur Karlsson hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, Steinþór Skúlason hjá Sláturfélagi Suðurlands og Úlfur Blandon hjá Fóðurblöndunni.

Framkvæmdastjóri SAFL, Margrét Gísladóttir, segir mikilvægt að styrkja hagsmunabaráttu greinarinnar, enda verkefnin fram undan ærin.

Hún tekur fram að regluverk þyngist og kostnaður aukist á sama tíma og pólitísk umræða sé um að þrengja enn frekar þá umgjörð sem landbúnaðurinn býr við.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f