Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Daði Guðjónsson.
Daði Guðjónsson.
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer með kynningar- og ímyndarmál fyrir íslenska sauðfjárrækt.

Hann tekur við af Gísla S. Brynjólfssyni, sem hefur sinnt hlutverki stjórnarformanns frá árinu 2020. Í stjórninni sitja nú ásamt Daða, Trausti Hjálmarsson, formaður deildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökunum, og Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla og Beint frá býli.

Daði starfar sem forstöðumaður markaðsmála og sjálfbærni hjá Krónunni, en áður starfaði hann m.a. sem fagstjóri neytenda- markaðssetningar hjá Íslandsstofu þar sem hann stýrði erlendum markaðsverkefnum fyrir íslenskar útflutningsgreinar að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandic Lamb.

Haft er eftir Daða að fyrir liggi tækifæri til að auka vegsæld og virði íslensks lambakjöts hérlendis sem erlendis nú þegar upprunamerki hafi náð evrópskri upprunavernd.

Daði er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BA- gráðu í hagfræði, með fjölmiðla- fræði sem aukagrein, frá Háskóla Íslands.

Icelandic Lamb rekur upprunamerki á ensku og íslensku að evrópskri fyrirmynd upprunamerkja fyrir matvörur og er fyrsta íslenska afurðin til að fá evrópska upprunavernd, „Protected Designa- tion of Origin“.

Skylt efni: icelandic lamb

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...