Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Áburðarvörur á markaði þurfa, samkvæmt nýju reglugerðinni, að fara í samræmismat þannig að varan verði stöðluð.
Áburðarvörur á markaði þurfa, samkvæmt nýju reglugerðinni, að fara í samræmismat þannig að varan verði stöðluð.
Fréttir 15. júní 2022

Nýjar öryggiskröfur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í sumar innleiðir Ísland nýja reglugerð Evrópusambandsins (ESB) um framleiðslu á moltu og lífrænum áburði. Reglugerðin tekur gildi í ESB 16. júlí og miðar að grunni til að því að allar áburðarvörur skuli vera CE-merktar.

Valgeir Bjarnason, fagsviðsstjóri áburðarmála hjá Matvælastofnun, segir að reglugerðin breyti ekki reglum um notkun á dýraafurðum, eins og húsdýraáburði. „Hún setur fyrst og fremst öryggiskröfur varðandi áburð, bæði ólífrænan og lífrænan,“ segir Valgeir.

Allar vörur verði staðlaðar

Valgeir segir að ekki megi nota seyru né annað skólp til áburðar­ eða moltuframleiðslu samkvæmt nýju reglugerðinni.

„Hún gerir ráð fyrir að allar áburðarvörur á markaði þurfi að fara í samræmismat þannig að varan verði stöðluð sérstaklega með þeim hætti að varan sé örugg, án óæskilegra efna eða örvera sem geta verið hættulegar mönnum, dýrum, plöntum og umhverfi,“ segir hann.

„Það er verið að gera umgjörð um verslun með áburðarvörur, hvort sem þær eru lífrænar eða ólífrænar, þannig að aðeins öruggar vörur séu á markaði. Það er verið að opna fyrir frjálst flæði þessara vara innan Evrópska efnahagssvæðisins,“ bætir Valgeir við.

Valgeir tekur fram að aðeins megi nota sérflokkað efni til þessarar moltugerðar, einungis matarleifar og til dæmis gróðurleifar úr görðum – ekki blandað heimilissorp.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...