Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Starfsmenn RARIK, stjórn þess, fulltrúar Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Samorku ásamt fulltrúum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis fóru í skoðunarferð um hitaveitusvæði RARIK í Hoffelli daginn sem nýja hitaveitan var formlega tekin í noktun.
Starfsmenn RARIK, stjórn þess, fulltrúar Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Samorku ásamt fulltrúum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis fóru í skoðunarferð um hitaveitusvæði RARIK í Hoffelli daginn sem nýja hitaveitan var formlega tekin í noktun.
Mynd / RARIK
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en lagningu nýrrar hitaveitu fyrir Höfn og hluta Nesja er nú að ljúka.

Heitu vatni frá jarðhitasvæðinu í Hoffelli var hleypt á stærstan hluta Hafnar síðastliðinn vetur en nú hefur dreifikerfi verið lagt í þann hluta sem áður var með beina rafhitun þannig að allir íbúar Hafnar hafa nú möguleika á að tengjast hitaveitunni.

Hitaveita Hornafjarðar er í eigu RARIK sem hefur sett mikla vinnu og fjármuni í leit að heitu vatni á undanförnum árum. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, fagnaði verklokum í ávarpi sem hann flutti við formlega opnun nýju hitaveitunnar á Höfn. Hann sagði þetta hafa verið stórt og farsælt verkefni sem að mati RARIK hefði alla burði til að verða stórt framfaraskref fyrir byggðina í Hornafirði. Í máli hans kom einnig fram að árangur af borun vinnsluhola við Hoffell hafi verið betri en búist var við en nú eru fjórar vinnsluholur tiltækar fyrir hitaveituna. Þrjár þeirra hafa þegar verið virkjaðar og eina er hægt að virkja síðar. Áætluð afkastageta svæðisins í heild er 95 lítrar/sek við toppálag í stuttan tíma en um 30-40 lítrar/sek til lengri tíma. Að jafnaði dugar ein hola fyrir hitaveituna en tvær við mesta álag og þá er ein til vara, auk þess sem ein hola er óvirkjuð. Hiti vatnsins þegar það kemur inn á dreifikerfið við Höfn er 70 gráður við minnsta álag en 78 gráður við mesta álag. Auk starfsmanna RARIK komu alls um 40 verktakar og birgjar að verkefni nýju hitaveitunnar.

Skylt efni: Hornafjörður | hitaveita

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...