Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Nautgripabændur funda
Mynd / ál
Fréttir 11. september 2025

Nautgripabændur funda

Höfundur: Þröstur Helgason

Stjórn deildar nautgripabænda innan Bændasamtaka Íslands stendur fyrir fundarferð hringinn í kringum landið 15.–23. september.

Hugmyndin með fundarferðinni er fyrst og fremst að taka stöðuna á bændum og heyra í þeim hljóðið. Á fundunum verður farið yfir stöðuna í mjólkurframleiðslunni, störf verðlagsnefndar, niðurstöður kvótamarkaðar o.fl.

Einnig verður farið yfir stöðuna í nautakjötinu, framleiðsluna, innflutning, markaðshlutdeild og tækifærin sem eru til staðar í nautakjötsframleiðslunni.

Kyngreining á sæði verður að sjálfsögðu í dagskránni líka sem og nýir búvörusamningar.

Rafn Bergsson, formaður deildar nautgripabænda, segir að áður fyrr hafi Landssamband kúabænda alltaf farið í fundaferð á haustin. „Við í stjórn deildarinnar höfum orðið vör við að kúabændur sakni þessara funda og þessa tækifæris til að ræða málefni greinarinnar. Nú er félagsstarfið að fara af stað eftir sumarið og vinna við nýja búvörusamninga að hefjast. Því fannst okkur kjörinn tímapunktur núna að fara í fundaferð og hitta bændur og heyra hvað mest brennur á þeim.“

Fundarferð nautgripabænda

Mánudagur 15. september
12:00 Barnaskólinn á Eiðum
20:00 Félagsheimilið Breiðamýri - Þingeyjarsveit

Þriðjudagur 16. september
11:00 Múlaberg - Hótel KEA - Akureyri
16:00 Félagsheimilið Ljósheimar - Skagafjörður
20:00 Hótel Laugarbakki

Miðvikudagur 17. september
12:00 Félagsheimilið Lyngbrekka - Borgarnes

Fimmtudagur 18. september
20:00 Hótel Klaustur - Kirkjubæjarklaustur

Mánudagur 22. september
12:00 Félagsheimili Hrunamanna - Flúðir
20:00 Félagsheimilið Hvoll - Hvolsvöllur

Þriðjudagur 23. september
11:00 Netfundur

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...