Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hvort sem stigið er á spariskónum í íslenska eða hollenska kúadellu er það alltaf jafn vandræðalegt.
Hvort sem stigið er á spariskónum í íslenska eða hollenska kúadellu er það alltaf jafn vandræðalegt.
Fréttir 5. mars 2018

Mykja, óþefur og umhverfisspjöll

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mykja frá hollenskum mjólkurbúum er orðin svo mikil að bændur eiga orðið svo erfitt með að losna við hana að til vandræða horfir út frá náttúruverndarsjónarmiðum. Alþjóðasjóður villtra dýra, WWF, telur að fækka verði mjólkurkúm í Hollandi um 40% til að stemma stigu við vandanum.

Mjólkurframleiðsla í Hollandi er mikil þrátt fyrir smæð landsins og Holland fimmti stærsti útflytjandi mjólkur og mjólkurafurða í heimi enda um 1,8 milljón mjólkurkúa í landinu. 

Vandinn er aftur á móti sá að meðan mjólkin selst vel þá hleðst mykjan upp. Líkt og annars staðar í heiminum nota hollenskir bændur eins mikið af mykjunni eins og þeir geta sem áburð en vegna gríðarlegs magns hennar hafa þeir ekki undan að losa sig við hana. Komist hefur upp um kúabændur sem hafa gripið til þess óþverrabragðs að losa sig við mykjuna ólöglega með því að setja hana á afvikna staði og þverbrjóta þannig umhverfislög. Erfitt er að leyna losunarstöðunum þar sem mykja gefur af sér sterka og mjög einkennandi lykt sem finnst langar leiðir. Auk þess sem afrennsli hennar mengar grunnvatnið.

Annað ráð sem bændur hafa gripið til er að dæla allt of mikið af henni á akra og tún þrátt fyrir að lög í Hollandi geri ráð fyrir að bera megi meira af henni á en almennt gerist í löndum Evrópusambandsins.
Alþjóðasjóður villtra dýra, World wildlife fund, telur að fækka verði mjólkurkúm í Hollandi um 40% á næsta áratug til að stemma stigu við vandanum. Einnig hefur verið bent á að Holland er það land í Evrópu sem býr yfir hvað minnst af villti náttúru eða einungis 15% af flatarmáli landsins.

Talið er að um 80% kúabúa í Hollandi framleiði talsvert meira af mykju en þau geta losað sig við löglega og á síðasta ári greiddu þeir um 550 milljónir evra til að láta farga umfram mykju.

Skylt efni: Umhverfismál | mykja | Holland

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...