Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Monsanto fær stuðning 11 ríkja
Fréttir 24. janúar 2018

Monsanto fær stuðning 11 ríkja

Fyrirtækið Monsanto, sem framleiðir meðal annars bæði erfðabreytta sáðvöru og illgresiseyðinn Roundup, hefur nú fengið stuðning frá ellefu ríkjum Bandaríkjanna í tilraun fyrirtækisins til að stöðva Kaliforníu í því að krefjast krabbameinsviðvarana á vörum sem innihalda glýfosat.
 
Í umfjöllun vefmiðilsins Reuters um málið kemur fram að með stuðningnum fái fyrirtækið grunn fyrir lagalegri baráttu gegn kröfum Kaliforníuríkis.
 
Meðal ríkjanna sem veita stuðninginn eru Iowa, Indiana og Missouri, sem er heimaríki Monsanto. Í öllum þessum ríkjum er umfangsmikill landbúnaður stundaður og jarðrækt. Rök þeirra fyrir stuðningnum er að slíkar viðvaranir séu villandi vegna þess að engin skýr tengsl eru á milli glýfosats og krabbameinsmyndunar.
 
Söluaðilar í miðvesturríkjum Bandaríkjanna myndu þurfa að merkja vörur með glýfosati í með viðvörunum ef kröfur Kaliforníu næðu fram að ganga – eða hætta sölu þeirra – enda munu slíkar vörur rata í verslanir í Kaliforníu. 
 
Þurfa að bera viðvaranir frá júlí 2018
 
Kaliforníuríki bætti glýfosati, virka innihaldsefninu í Roundup, á lista yfir krabbameinsvaldandi efni í júlí 2017 og því þurfa vörur sem innihalda efnið að bera viðvaranir frá júlí 2018. Ríkið greip til aðgerða eftir að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin um krabbameinsrannsóknir lýsti því yfir árið 2015 að glýfosat væri „líklega krabbameinsvaldandi“.
 
Í umfjöllun Reauters kemur fram að bændur hafi í meira en 40 ár notað glýfosat til að drepa illgresi, síðast í sojabaunarækt með yrki sem Monsanto hannaði til að standast illgresiseyðinn. Roundup er einnig úðað á húsalóðir og á golfvelli.
 
Byggt á 30 ára reglu sem aldrei hefur verið hnekkt
 
Ríkin 11 styðja stefnu Monsanto og landssamtaka hveitiræktenda í Bandaríkjunum fyrir alríkisdómstólum, sem var lögð fram í nóvember til að stöðva Kaliforníuríki í því að krefjast glýfosatviðvarana.
 
Skrifstofa um heilsufarslega umhverfisáhættu í Kaliforníu hefur lýst því yfir að það standi við ákvörðunina um að setja glýfosat á lista yfir vörur sem vitað er að valdi krabbameini, samkvæmt reglu sem þekkt er sem Tillaga 65 (Proposition 65). Reglan er 30 ára gömul og hefur vefmiðillinn eftir David Roe, aðalhöfundi hennar, að fyrir hvert einasta ár hennar hafi verið reynt að drepa hana á grundvelli þess að hún sé frávik frá reglum annarra ríkja. „Það hefur alltaf mistekist,“ er haft eftir David Roe. 
 
Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...