Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Meðalþyngd lamba í haustslátrun hjá Norðlenska á Húsavik nú var 0,690 kíló meiri en var í fyrra og sú næstmesta í sögu fyrirtækisins.
Meðalþyngd lamba í haustslátrun hjá Norðlenska á Húsavik nú var 0,690 kíló meiri en var í fyrra og sú næstmesta í sögu fyrirtækisins.
Mynd / HKr.
Fréttir 23. nóvember 2020

Meðalþyngd hefur aðeins einu sinni verið hærri

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Aðeins einu sinni áður hefur meðalþyngd lamba hjá Norðlenska á Húsavík verið hærri en hún var nú í nýliðinni sláturtíð, meðalþyngdin nú var 16,99 kíló en hæsta meðalþyngd var árið 2014 þegar hún var 17,34 kíló. Meðalþyngdin nú er 0,690 kíló meiri en var í fyrra. Fita í ár var 6,57 og gerð 9,12 og hefur aldrei verið hærri. 

„Bændur hafa sannarlega unnið vel í ræktunarmálum á liðnum árum en ef við til gamans bökkum 15 ára aftur í tímann til ársins 2005 þá var meðalþyngd 15,11 kíló, fita 6,34 og gerð 7,57,“ segir Sigmundur Hreiðarsson, framleiðslustjóri Norðlenska á Húsavík. Alls var slátrað hjá félaginu tæplega 90 þúsund fjár.

Engin slátursala í haust

Engin slátursala var hjá félaginu nú í haust og segir Sigmundur það alls ekki hafa verið auðvelda ákvörðun að sleppa henni þetta árið, „einkum í ljósi þess að við viljum fyrir alla muni halda í þá aldagömlu hefð að fólk taki slátur. Við mátum stöðuna samt þannig núna að áhættan af því að halda sölunni opinni á þessum tímum væri of mikil,“ segir Sigmundur. 

Allt skipulag fyrirtæksisins miðaðist við að halda slátrun áfram óhikað og var t.d. hvorki bændum né öðrum hleypt inn í starfsstöðina. Sláturtíð gekk vel og ekkert óvænt kom upp á. Menn lögðu mikið á sig til að fá kórónuveiruna ekki inn í fyrirtækið segir Sigmundur og það hafi gengið eftir. „Stundum þarf að taka óvinsælar ákvarðanir eins og að sleppa slátursölu til að auka öryggið.“ 

Sigmundur segir að vissulega hafi verið töluvert hringt og spurt út í slátursöluna en flestir sýnt því skilning þegar málið var útskýrt.

Bændur sveigjanlegir

Hann segir starfsfólk eiga þakkir skildar, það hafi lagt sitt lóð á vogarskálar, án þess framlags hefði þetta ekki verið hægt. Sömuleiðis verktakar sem þjónusta fyrirtækið og þá ekki síst vill Sigmundur þakka bændum fyrir gott samstarf nú sem fyrr, en mikið mæði á þeim og þeir þurfi oft að vera mjög sveiganlegir með t.d. afgreiðslu fjár.

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...