Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Matarbúrið hættir á Grandagarðinum
Mynd / smh
Fréttir 13. október 2017

Matarbúrið hættir á Grandagarðinum

Höfundur: smh

Nautgripabændurnir á Hálsi í Kjós tilkynntu um það á Facebook-síðu sinni í dag að verslun þeirra Matarbúrinu, sem starfrækt hefur verið á Grandagarðinum í Reykjavík undanfarin rúm tvö ár, verði lokað 21. október næstkomandi.

Í tilkynningunni kemur fram að verslunin Kjötkompaní muni koma inn í húsnæðið að Grandagarði 29 í staðin og opna í byrjun nóvember. Kjötkompaní starfrækir fyrir verslun í Hafnarfirði.

Bændurnir, þau Lisa Boije og Þórarinn Jónsson, segja í tilkynningunni að tíminn á Grandagarðinum hafi verið frábær, en nú ætli þau að snúa sér að öðrum skemmtilegri verkefnum. „Hver veit nema við bændur á Hálsi birtumst af og til á matarmörkuðum borgarinnar í framtíðinni,“ segja þau í tilkynningunni.

Þau Lísa og Þórarinn lögðu áherslu á sölu á afurðum af eigin nautgripum sem eru eingöngu eru fóðraðir á grasi og heyi – og buðu upp á alla parta og skurði af skepnunni.Þau voru með kjötvinnsluna heima á Hálsi og smá aðstöðu á Grandanum fyrir minni viðvik.

Einnig voru þau með sinnep, krydd, chutney, bratwurst-pylsur og sultur til sölu sem þau gerðu sjálf, lambakjöt frá Seglbúðum og velferðar kjúkling frá Litlu gulu hænunni.

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...